Kirkjuritið - 01.04.1972, Page 20

Kirkjuritið - 01.04.1972, Page 20
að gera ráð fyrir sextán föstum starfs- mönnum. Ég býst við, að þá yrðum við að láta okkur nœgja hitt, sem ég minntist á. En ég tek fram, að ég er að viðra hér skoðanir, sem ég hef heyrt haldið á loft og er talsvert hrifinn af, en þœr eru á engan hátt mál sóknarnefndarinnar eða fólksins hérna í hverfinu. Sigurþór,- — En gœtum við ekki, Björn, hugsað okkur að stefna að slíku hér í Breiðholti I eingöngu? Ég óttast það, að hjá einum presti með stóra kirkju og allt þetta fólk renni allt út í sandinn. Ég held, að slíkt yrði afar ónáið kirkjulegt starf. Ég er hrœddur um, að presturinn fœri úr sambandi við fólkið. Ég held, að presturinn þurfi að vera í mjög nánum tengslum við fólkið, miklu nánari en unnt vœri í svo stórum söfnuði. Sr. Arngrímur: — En hugmyndin er^ góð, ef ekki er miðað við of stórar heildir. Það er bara eitt, sem á hana vantar, og það er að fjármagna hana. Lög gera sem sé ekki rað fyrir aðstoð við prest í neinni mynd. Hér þyrfti því kannski ný lög í þessum efnum, En það er sannarlega gott, að hér í nýju hverfi skuli menn allt í einu sjá þörf fyrir þetta allt saman. Sigurþór: — Já, vissulega. Og sjálfsagt er að huga að þessum málum og láta heyra frá sér um þau. Þau þurfa mikillar athugunar við. Það er nú orðið gríðar margt, sem hefur komið fram í þessum um- rœðum okkar, en eithvað kynni nú samt að hafa dottið niður hjá okkur, sem vert vceri að ympra á: Bjorn: — Ég hneigist alltaf til þess að skjóta að þessari athugasemd 1 umrœðum um hugsanlegar breyting- ar á kirkjulegu starfi: Við erum að tala um að sinna félagsmálum °9 frœðslumálum réft eins og um vcen að rœða einhverja œskilega viðbot við hið eðlilega kirkjulega starf. En mínar hugmyndir og mín skilgreining á kirkjulegu starfi við þœr aðstœður, sem blasa við í nútímanum, eru a þá leið, að hér sé alls ekki um neina viðbót að rœða, heldur sé hér raunverulega um að tefla eðli starfs þeirrar kirkju, sem tekur alvarlega þann boðskap, að í Kristi varð Orðið hold. Holdtekning Orðsins er síbreyti- leg, og hún verður að taka mið breytilegum aðstœðum á hverjum tíma. Þess vegna hlýtur hver nýr söfnuður að endurskoða troðnar leið" ir og það, sem gert hefur verið, at' huga, hvorf ekki sé ástœða til þesS að breyta til í þjónustunni við Orðið- Ekki af einhverjum duttlungum eða í eltingaleik við hentistefnur á hverj- um tíma, heldur einfaldlega í fyl,stu alvöru í þjónustu við Orðið. Því a& Orðið vill holdgast, en ekki verða eitthvert óhlutkennt, svifandi orð, eins og gerfihnöttur fyrir ofan höfuð manna. Bandið í hljóðritanum er þrotið, °9 enda þótt margf vœri enn skrafað og undirritaður hefði gjarna kosi' að skeggrœða dálítið um holdgun Orðsins, verður hér sfaðar numið- Mœtti ofanskráð verða einhverjum íhugunarefni. — G.Ó l-ÓI- 18

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.