Kirkjuritið - 01.04.1972, Page 50

Kirkjuritið - 01.04.1972, Page 50
Þœr eru ekki allar duglegar að lesa. Það hefur ekki tíðkazt að stúlkur gangi i skóla. En ekki er auðvelt að setjast á skólabekk, þegar maður er orðinn fullorðinn. Að þessum undir- búningi loknum ganga þœr til kirkju. Söfnuðinn get ég séð fyrir mér hvenœr sem er. Við fyrstu sýn fannst mér allir kirkjugestir hver öðrum líkir. Flestir eru á bláum baðmullarfötum með sama sniði. Karlmenn eru þó flestir í síðum kjólum til hátíðabrigða. Konur í buxum og síðri treyju, en sumar þó í síðum kjól. Allir eru með gljásvart hár, dökk augu og gulbrún- an hörundslit. Við nánari kynni sá ég, að andlit þeirra voru eins ólík og í nokkrum söfnuði hér heima. í þessum söfnuði áttu orð Páls vissulega við: „Lítið til köllunar yðar, brœður,- þér eruð ekki margir vitrir að manna dómi, ekki margir máttug- ir ekki margir stórœttaðir. . . En það, sem ekkert er, hefur Guð útvalið . . Þarna situr Hó Er-sá, bláfátcek ekkja, en alltaf glöð og þakklát. Hún ,,á sér svo dýrðlegan Drottin", hún Hó Er-sá. Oft kom hún inn til mín til þess að segja mér hve óumrœðilega góður Drottinn vœri henni. Alltaf hafði hún nokkra aura til að leggja í sam- skotin. En ég vissi, að þeirvoru „skerf- ur ekkjunnar". Eftir margra ára borg- arstyrjaldir og rœningjaóeirðir voru ekkjur ! Tenghsien ótrúlega margar. A einni samkomu töldum við 82 ekkjur. Hú-sá er frá flóttamannahverfinu úti við Vesturhlið. Hún er greind, ró- leg og virðuleg og er ein af stoðum safnaðarins. Og þarna er Djang-sá, sem var svo skrýtin, þegar hún fyrst byrjaði 0 koma á kristniboðsstöðina. Nú hv!Hr friður yfir litla hrukkótta andlitinU hennar og gleði skín úr augunum- Lí-sá situr alltaf á innsta bekk, fyr' ir framan rœðustólinn. Hún var tor' nœm og skilningssljó og átti mj°9 erfitt með að lœra. Það gerðist einu sinni á vakningasamkomu, að hnn hrópaði upp yfir sig í miðri samkomu- „Ég sé það, ég sé það!" Hvað s° hún? Hún sá Guðs lambið, sem bar syndir hennar. Við vorum að syn9la söng, sem byrjaði á þessa leið: „Sja^^ lambið Guðs, er bar syndir þínar ■ • • Eftir það var Lí-sá sem ný manneskjo- Þarna, í miðri kirkju, er kona huS varðar kristniboðsstöðvarinnar. Hun er greind og dugleg og hreina^!j kvenskörungur. Sumir mundu ef 1 vill hafa kallað hana kvenskass, a^ur en hún snerist til trúar. Það var hun sem henti nýfœddu barni sínu ut sorphaug í brœði sinni yfir, að Pa^ var stúlka, en ekki drengur. Bam^ bjargaðist þó og óx upp og va yndisleg stúlka og þótti bœði móður hennar og öllum, sem hana þekktu> vœnt um hana. Hún fór í Biblíusk0 0 og varð síðar ein af okkar beztu kven trúboðum. Á innsta bekk út við glugga he u' Vú Há-shan, elzti meðlimur safna^ar Ju kín' ins, sitt fasta sœti. Og þarna er Sien-sheng. Hann kennir okkur I ^ versku og er sjálfsagt margbúinn lesa Biblíuna spjalda á milli, öll P ár, sem hann hefur kennt kristni°° um. En hjarta sitt hefur hann e . opnað fyrir orðinu, það hefur a' r® náð lengra en til heilans. Öðru gegnir um Djeng Sien-sheng. Hann 48

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.