Kirkjuritið - 01.04.1972, Side 58

Kirkjuritið - 01.04.1972, Side 58
hyrningarsteinn og grundvöllur í því orði. í honum áttu þeir endurlausn sína og réttlœting. Af því leiddi, að þeir voru öðrum mönnum fátœkari í anda, en einnig þeim mun ríkari í Guði. Báðir hefðu með sanni getað gert einkunn sér Hallgríms að sinni: „Fyrir Jesú náð iðrast syndarinn. Fyr- ir Jesúm náðast iðrandi syndari." — Báðir voru lœrisveinar séra Friðriks Friðrikssonar frá œsku og tengdir honum sterkum andlegum böndum, báðir urðu samherjar hans nánir og síðar arftakar. Þeir urðu fremstir leiðtogar í KFUM að honum gengn- um, hvor með sínum hœtti. Báðir voru með postullegum hœtti, líkt og séra Friðrik, allir í þjónustu Orðsins, eng- um háðir nema Jesú Kristi. Bjarni háði ungur harða trúarbar- áttu, er stóð árum saman. Frá því segir í bernsku- og œskuminningum hans, er út komu í Noregi fyrir nokkrum árum. Sigur vannst í þeirri baráttu dag einn undir predikunar- stóli Dómkirkjunnar, er séra Bjarni flutti þar skýringu Lúthers á annarri grein trúarjátningarinnar: „Ég trúi, að Jesús Kristur-------sé minn Drott- inn, sem mig glataðan og fyrir' dœmdan mann hefur endurleyst, frið' keypt og frelsað frá öllum syndum, frá dauðanum og frá djöfulsins valdi, eigi með gulli né silfri, heldur með sínu heilaga, dýrmœta blóði og með sinni saklausu pínu og dauða, þess að ég sé hans eign — — Frá þeirri stundu brann í brjósti Bjarna eldur trúarinnar á Jesum Krist og kœrleikans til mannanna, er hann hafði endurleyst. Vegna trúarreynslu sinnar varð Bjarni brátt sem eldri bróðir og le'^j togi margra jafnaldra sinna og yngrl félaga í KFUM. Hann var sá sonur, er Drottinn hafði agað öðrum frernun Sjúkur og fátœkur var hann um þ0^ mundir boðinn velkominn á heimij' Sigurjóns Jónssonar, bóksala, a Þórsgötu 4 í Reykjavík. Hann var 05 síðan sem einn af því fólki. Um ara' tugi var litla húsið á Þórsgötu m'°' stöð og annað heimili fjölda vin<3, er komu þar saman til starfs og sam- eiginlegrar uppbyggingar i trú sinn'- Þeir voru brennandi í andanum, h'n' ir ungu menn í KFUM á þeim árum- Og nýir straumar bárust frá nál®9' um löndum. Uppbyggjandi og brýn áminning er lítil hugvekja, sern Bjarni samdi í apríl 1935 og gaf ut sjálfur handa vinum sínum. Þar í eí þetta m. a.: „Ég hef gengið út °9 inn meðal Guðs barna hér í bce, °9 hjarta mitt hefur fyllzt sársauka, et ég sé, hvernig þau rœkja skipan'r Guðs---------Og síðar: „Nei, brce^ ur, allt, sem sundurdreifir, er frá h'n um vonda. Oss ber því að sameinast í einum anda trúar og helgunar, anda kœrleiks, sem ekki leitar síns eig'n' 56

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.