Kirkjuritið - 01.04.1972, Side 60

Kirkjuritið - 01.04.1972, Side 60
vœri að pukrast með eitthvað. Milli handa hafði hann stóran og fagran silfurkross í keðju. Rétt í þessum svif- um hafði honum borizt bréf fró Nor- egi, og þar í var þessi kross, — þakklœtisvottur fyrir þrjótíu og fimm ára starf í þágu kristniboðsblaðsins UTSYN á íslandi. — Ég hugsaði: Nú hefur Guð sœmt þig því heiðurstákni, sem þú varst vel að kominn. Frá því um áramót var fastmœlum bundið, að Bjarni kœmi í Skálholt 22. janúar, ef hann lifði. Hann andaðist að Vífilsstöðum að kvöldi þess 18. janúar. Einhvern daganna eftir dauða hans heyrði ég þessa sögu: — Að kvöldi hins 9. janúar var tekið í notkun lítið KFUM-hús í Breiðholts- hverfi. Þar var þá saman kominn um tugur ungra pilta, sem unnið höfðu af mikilli fórnfýsi að viðgerð og um- bótum hússins. Bjarni ávarpaði þá og gaf hverjum þeirra einn af krossum slnum, rakti helgar minningar, er bundnar voru krossunum og talaði hvatningarorðum til hvers og eins. Að loknum þessum fundi átti hann sjálfur engan slíkan kross. Dálitla baráttu hafði það kostað hann að farga þeim öllum. — Daginn eftir kom svo krossinn frá Noregi. Vinur Bjarna, Tryggve Bjerkrheim, ritstjóri, hafði fundið gripinn óvœnt í verzlun, keypt hann og farið með hann beint úr verzluninni á pósthúsið. Réttri viku eftir jarðarför Bjarna símaði séra Magnús Runólfsson til mín og spurði, hvort ég gœti skroppið til sín á unglingafund þá um kvöldið. Ég varð glaður við. Nokkru fyrir fund var ég kominn austur. Mér þótti gott að sjá gráan koll séra Magnúsar utan af götunni gegnum gluggann, en eg var varla kominn í garðshliðið, þegar hann var kominn út á stétt að taka á móti mér. Við áttum saman góða kvöldstund- Unglingarnir komu á réttri stundu, nokkrir piltar og stúlkur. Ég fann, að séra Magnús var leiður yfir þvl' að þau vceru í fœrra lagi, en þa^ gerði mér ekkert til. Mér fannst eiga heima í hópnum, af því a^ þetta var hans fólk. Auk þess var einn pilturinn kunningi úr sumarbúð- um í Skálholti. Séra Magnús settist við harmóníið og við sungum saman söngva, sem ég hafði sungið með honum á Y.D.-fundum í stóra salnum á Amtmannsstíg, þegar ég var dreng- ur innan við fermingu. ■— Þótt e9 sœi nú á honum aldursmörk, fannsf mér krafturinn samur og röddin sins björt og forðum. Hún var einstakleg0 vel fallin til forsöngs fyrir dreng1- — Ég sagði sögu og talaði dáh'1 um Biblíuna, því að Biblíudagur v°r í vœndum. í návist séra Magnúsar fann ég til þess, að þetta var fátcek legt tal. Ég vissi svo glöggt, hve vel hann kunni að tala við börn °9 unglinga. Eftir fundinn voru veitingar frarT1 bornar, öl og kex. Þegar hver v°r farinn heim til sín, snœddum við tve1 kvöldverð í nœði í eldhúsinu á Kirkju hvoli. Margt bar á góma, þar meðal sálmakveðskap og það, sen1 gefur sálmum lífskraft, — einn'9 predikun Orðsins. Ég hafði ar® ^ því, hve miklu vœri auðveldara , sá í hinn góða jarðveg. Séra MagnUS tók ekki undir það. Hann sagð's ekki vita um ávöxt af sáning sinnl' 58

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.