Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 30

Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 30
landi einu saman munu á nœsta ára- áratug deyja um 50 millj. barna af hungri eða farsóttum. Allt stafar þetta af þeirri efnahagslegu staðreynd, að meiri hluti mannkyns hefur meðaltekj- ur á mann, sem jafnngilda 50-60 dolI- urum á ári. Þeir menn, sem segja, að ekki megi framkvœma fóstureyðingar af virðingu fyrir helgi mannlegs lifs, hljóta að eiga við eitthvert annað líf en það, sem mannkynið býr við um þessar mundir. Þeir verða einnig að muna eftir rétti og mannhelgi þeirra 7 barna af 10, sem deyja skömmu eft- ir fœðingu hjá meirihl. mannkynsins. Þeir verða að muna eftir mannhelgi þeirra þjóða, sem heyja svo grimmi- lega og vonlausa lífsbaráttu, að með- alaldur þeirra nœr aðeins 30 árum. Ég þykist þess fullviss, að fulltrúar íslensku þjóðkirkjunnar séu mér sam- mála um það, að hér sé um órofa samhengi að rœða, að mannhelgin verði að vera ein og óskipt, að taka verði á þessum hrikalegu vandamál- um og leysa þau. En ein meginfor- senda þess, að takist að leysa þau, er, að mannkynið lœri að stjórna við. komu sinni með getnaðarvörnum og fóstureyðingum. Tíminn til að lœra þetta er svo naumur, að bandarísku vísindamennirnir frœgu, sem sömdu skýrsluna um takmörk vaxtarins: ,,The limits of the growth", telja nauðsyn- legt, að fjölgun mannkynsins nái núll- marki frá og með árinu 1975, þ. e. a. s. að fœðingar og dauðsföll verði sama talan. Menn kunna að segja, að þetta komi lítið við íslensku frv. um fóstur- eyðingar og ófrjósemisaðgerðir, að hér á landi séu engan veginn þœr að- stœður, sem ég hef verið að lýsa. Það er vissulega rétt. En ef við erum að reyna að búa til almennar og al- gildandi siðareglur, eins og mér virð- ist menn hafa verið að reyna að orða, verðum við að taka mið af mannkyn- inu öllu, en ekki einvörðungu okkur, þessum litla hópi, sem nýtur þeirra einstœðu forréttinda að búa á íslandi- Ef sú þróun yrði, sem ég var að lýsa, mundu þau forréttindi ekki standa langa hríð." (Alþingistiðindi 7/1973, bls. 715—717.) Hinir óvelkomnu og björgun frá tortímingu Þegar þetta mikla mál ráðherrans er lesið, þá kynni það að vera, að ein- hverjum þœtti það skynsamlegt, en raunverulega skynsamir menn munu sjá aðferð blekkinganna í þessah orðrœðu. Ekki hafa menn, svo vita sé, haft uppi rök rómversk-kaþólsku kirkjunnar, þegar um þetta frumvarp hefir verið fjallað né er þeirra get' og höfð að viðmiðun í umsögn uíTJ frumvarpið, sem nefnd, skipuð biskupi, birti. Sjónarmið rómvers u kirkjunnar eru heldur ekki á neinn hátt til að lítilsvirða. Sú kirkjudeild he |T valið að standa við þau, og þa® hennar mál, sem mikill fjöldi man í heiminum tekur mið af. ^ Hin lútherska kirkja hefir liti® fóstureyðingar sem neyðarúrr® ' þegar lífi móður er bjargað á kos að þess barns, sem hún gengur rne ( ummœlum Magnúsar Kjartansso ^ ráðherra felst það, svo ódulbúi tjáð, að varnarlausir og hinir sm®5 316

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.