Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 42

Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 42
klám bannað, en nú er bóka- og blaðamarkaður yfirfullur af þessu og létt fyrir unglinga að komast yfir það. Þar fá þeir sannarlega uppfrœðslu í alls konar stellingum og ónáttúru, sem ekkert á sameiginlegt með þeirri kyn. hvöt, sem Guð hefur vakið í brjósti mannsins og iðka á í kœrleika. Það má ekki lengur tala um boð og bönn og tœpast um siðgœði al- mennt og þá auðvitað ekki um kristið siðgœði, sem er þó undirstaðan und- ir þeirri siðgœðiskennd, sem flestir hafa þó meira eða minna af hér á Vesturlöndum. í nefndarálitinu á bls. 207, þar sem talað er um kennslu og siðferðismat, stendur orðrétt, ,,vara ber við óskhyggju í sambandi við kennslu og samningu námsbóka um kynferðismál, mega kennarar og höf- undar ekki miða við, h'vað þeim þykir sjálfum œskilegt kynferðislegt við- horf, heldur hitf, hvernig unglingar nú á tímum lifa í raun. Má benda á að í Sviþjóð, þar sem almenn uppfrœðsla um kynferðismál þykir annars til fyr- irmyndar, hafa höfundar kennslubóka einmitt verið gagnrýndir fyrir þess háttar vinnubrögð". Og mér er spurn, hverjir eru þeir, sem gagnrýna? Eru það ekki einmitt þeir, sem með laus- lœti sínu og ábyrgðarleysi, eru að grafa undan stöðu heimilisins og alls þjóðfélagsins? Samkvœmt þessu, þá er bara að sœtta sig við það, að siðgœð- inu hrakar og ekkert reynt að sporna við því. Nœst verður það sennilega — úr því að margir stela meira eða minna, þá er þjófnaður ekki lengur ámcelisverður. Af hverju má ekki ein- mitt kenna unglingum að bera virð- ingu fyrir sjálfum sér og þeim, sem þeim þykir vœnt um? Allt er mér leyfi- legt, en ekki allt gagnlegt, „allf er mér leyfilegt, en ég má ekki láta neitt ná valdi yfir mér,“ sagði Páll forðum. í frumvarpinu er skýrt tekið fram að fóstureyðing sé alltaf neyðarúrrœði og tœpast er hœgt að þakka þeim svo sjálfsagðan hlut. Einnig er benf á, að höfuðáherzluna verði að leggja a uppfrœðslu um getnaðarvarnir °9 aldrei megi líta á fóstureyðingu sem getnaðarvörn. Þetta er auðvitað mjög mikilvœg atriði, bœði innan hjóna- bandsins og utan, þótt ég vilji ekki líta á það sem viðurkenningu á rétti siðleysisins, sem nú er svo útbreitt. Auðvitað er bezt að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann. Það er vissulega mikilvœgt að upp' frœða um getnaðarvarnir og þá a^ uppfrœða manninn ekki síður en kon- una. Hingað til hefur það aðalleg0 komið í hlufverk konunnar að „passa sig" eins og sagt er, en karlmaðurinn hefur sótt á og ekki haft þá ábyrgðar' tilfinningu, sem honum ber. Þótt hann geti ekki gengið með það barn, sem verður til af hans völdum, ber hann ábyrgðina ekki síður en konan. Þess' hugsunarháttur kemur einnig frarn 1 fóstureyðingarfrumvarpinu og í urn' rœðum um þetta mál. Þetta virðis^ vera einkamál konunnar. Auðvitað a ábyrgð mannsins og konunnar að vera jöfn, bœði gagnvart getnaðinum °9 gagnvart því lífi, sem kviknað hefur af þeirra völdum og gagnvart uppel barnsins, sem fœðist. Að skapar'nrJ hefur falið konunni að bera nýtt 1 undir belti sér, er engin tilviljun °ý konan á ekki að líta á það sem hvó heldur sem forréttindi. Hœtt er við a 328

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.