Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 44

Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 44
JÓN DALBÚ HRÓBJARTSSON, cand. theol.: Kristniboðið á krossgötum Inngangur í haust, sem leið, átti undirritaður þess kost að taka þátt í ráðstefnu, sem helguð var kristniboðinu. Var hún haldin í Svíþjóð á Áh Stiftsgard dag- ana 4. — 7. okt. Ráðstefna þessi var á vegum kristilegu stúdentahreyfing- arinnar á Norðurlöndum, sem ein- kennir sig með orðunum ,,á Biblíuleg- um grundvelli". Þar komu saman full- trúar allra Norðurlandanna bœði leik- ir og lœrðir. Tilgangur ráðstefnunnar var að gefa yfirlit yfir ásfandið í kristniboðs- málum almennt í dag, m. a. í Ijósi ráðstefnu Heimsráðs kirkna í Bang- kok í janúar 1973, sem fjallaði um efnið „Salvation to-day“. Dr. theol. Agne Nordlander frá Sví- þjóð gerði glögga grein fyrir hjálp- rœðishugtaki Gamla- og Nýja testa- mentisins í tveimur fyrirlestrum. Próf. Carl Fr. Wislöff hélt einnig tvo fyrir. lestra, sem hann nefndi: „Frelsning i Jesu navn alene" og „Kristen tro — kristen livssyn". Próf. Peter Beyerhaus, sem var sérstakur gestur ráðstefnunn- arfjallaði svo um alþjóðlegu ráðstefn- una í Bangkok í tveimur ýtarlegum fyrirlestrum. Auk þessara fyrirlestra var svo gefið yfirlit yfir það starf, sem norrœn kristniboðsfélög reka víðsveg- ar um heiminn. Vakti mikla athyglL h'versu framgangur kristniboðsstarfs- ins er mikill bœði í Asíu, Afríku og S-Ameríku. Miklar vakningar hafo orðið á hinum stóra akri kristniboðs- ins og þúsundir gerzt kristnar. Þetta á við um lönd eins og t. d. Kóreu, Japan, Formósu og Indónesíu. I þessum löndum hefur kristniboðið mikið notað útvarp. Kristniboðsfélög- in hafa sjálf sett upp útvarpsstöðvar, sem sífellt er verið að stœkka. Með ut- varpinu tekst einnig að ná inn í Kina' sem annars hefur verið lokað fyr,r allt kristniboð, frá því að kommún istar tóku stjórn landsins í sínar hen ur. Kristilega starfið í Kína er að mestu neðanjarðar. En kirkjan þar, sem onn ars staðar í Asíu, er í miklum ef miðað er við aðstœður. Um milj. KínVerja eru nú fyrir utan Kma- Margir þeirra eru kristnir og ber° mikla umhyggju fyrir heimalandi sinu Þeir fara nú í ríkara mœli heim sem erindrekar Krists. Einnig er op leið fyrir Afrikumenn t. d. að koma^ inn í Kína. Hafa þegar nokkrir Tar\| aníumenn farið sem kristniboðar Kína. Þessi þróun er mjög mer 1 330

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.