Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 46

Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 46
(þ. e. C. W. M. E.) eins og að framan greinir. Þessar alþjóðlegu kristniboðsráð- stefnur hafa allt frá 1910 verið haldn- ar með mismunandi löngu millibili og sú síðasta og 8. í röðinni um áramótin 1972/73 1 Bangkok. Eftir 7. ráðstefnuna, sem var í Mex- iko 1963 fór svo um munaði að koma í Ijós, að langt var frá því að sjónar- mið allra fœru í sama farveg. Á þess- um 10 árum, sem nú eru liðin, hefur margt gerzt og línurnar skýrzt ennþá betur. Kristniboð eða félagsleg aðstoð Um aldir hefur kristniboðsstarfinu ver- ið skipt í þrjú starfssvið: Líknarstarf, skólastarf og beina boðun. Hvað snertir líknar- og skólastarf, þá hefur mikið gott verið gert. Allir eru líka sammála um þessa þcetti kristniboðs- starfsins. Heimsráð kirkna hefur m. a. gert stórt átak í þessum efnum ásamt með öðrum góðgerðarstofnunum. En þegar um trúboðið sjálft er að rœða, þá greinir menn mjög á um framkvœmdina og sjálfan grundvöll- inn. Það sjónarmið, sem heimstrúboðs- nefndin í Heimsráði kirkna hefur haft síðustu árin, er vœgast sagt hœpið, ef miða á t. d. við kristniboðsskipun Jesú Krists sjálfs. Phillip Porter, sem var formaður nefndarinnar, hefur lagt á það áherzlu, að kristniboðsstarfið eigi fyrst og fremst að vera félagsleg aðstoð og ekki beri að heimta af heið- ingjunum hugarfarsbreytingu eða að þeir skipti um trúarbrögð. Sú kenning, að Kristur sé hulinn í hinum ýmsu trúarbrögðum, er einnig hátt skrifuð hjá nokkrum ráðandi mönnum í Heimsráði kirkna. Að þeirra mati þarf aðeins að kalla fram þenn- an Krist. Þeir leggja á það áherzlu, að öll trúarbrögð séu jöfn og því þurfi aðeins að koma á „dialog" (samrœð- um) milli þeirra með það fyrir augum að sameina þau. Þessi sameining a svo að leiða til friðar um alla heims- byggðina. Hér finnst ýmsum of langt gengið, og er það engin furða. Hvar vœn kristindómurinn ef postularnir hefðu verið boðendur þessa „fagnaðarerind- is". Evangeliskir guðfrœðingar hafo mótmœlt þessu harðlega. Þeir benda á Jesúm Krist, sem Biblían boðar, ’ benda á hann, sem sagði: „Ég er veg- urinn sannleikurinn og lífið, engina kemur til föðursins nema fyrir mig (Jóh. 14:6). Það fer ekki milli mála, að þessi tvö sjóónarmið eru ólík. Útkoman hef' ur einnig orðið sú, að kristniboðshreyf' ingin í heiminum hefur klofnað um þessi sjónarmið. Áherzlan í starfiau gefur þetta einnig til kynna. Þeir, serrj lengst eru til vinstri, stunda svo r1 eingöngu þjóðfélagslegt umbótö starf meðan hinir, sem lengst eru 1 hœgri, leggja alla áherzluna á boðun trúarinnar. Frankfurt-yfirlýsingin Fjórða marz 1970 var haldin ráð stefna í Dominikanaklaustrinu í Fraa ^ furt am Main. Þar voru samankoran 332

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.