Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 50

Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 50
um og nota þá sem ódýran vinnukraft. Þetta er mjög algengt t. d. í S-Ameríku og reyndar víðar. Þegar kristniboðið kermur til þessa fólks og upplýsir það, þá eiga sér óhjákvœmilega stað mikil umbrot. Fólkið á rétt á almennum mannréttindum eins og aðrir. Þetta hefur leitt til byltingar og verða kristniboðarnir þá beint eða óbeint þátttakendur í henni. Það er ekki óal- gengt, að kristniboðar verji svo og svo miklu af tíma sínum í innanríkismál viðkomandi þjóðflokks eða ríkis til þess að réttlœtið nái fram að ganga. Hér vœri hœgt að taka ótal dœmi um margvíslegt starf kristniboðsins, sem sýnir þátttöku þess í öllum mannleg- um þörfum, þó ekki sé kvikað frá Bibl- íulegum, evangeliskum kristindómi. Heimsráð kirkna, sem án efa hefur leitt margt gott af sér um árin, hefur hins vegar smátt og smátt breytt um stefnu og grundvöll, þótt hann í upp- hafi hafi verið góður. „Allir eiga þeir að verða eitt", var takmark samtak- anna eins og margra annarra alþjóð- legra hreyfinga (sbr. einkunnarorð K. F. U. M.). En einingin verður að vera í Kristi Jesú, sem dó á krossi, var grafinn og reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, en ekki í einhverjum Kristi, sem liggur hulinn í trúarbrögð- unum. „Ef einhver boðar annað fagnaðar- erindi en það, sem vér höfum boðað yður", segir Páll postuli í Galatbréf- inu, „þá sé hann bölvaður”. Hér er ekki skafið af hlutunum, hér talar sá, sem hefur reynt sannleiksgildi fagn- aðarerindisins, kristniboðinn, sem sagði: „Vei mér ef ég boðaði ekki fagnaðarerindið." Páli var það full- komlega Ijóst, að hann var erindreki í Krists stað og átti að biðja í Krists stað: Látið sœttast við Guð (11. Kor 5:19n). Kristniboðseldurinn, sem kviknaði á hvítasunnudaginn forðum, hefur ekki slokknað og mun ekki slokkna. Það eru óneitanlega margir, sem hafa reynt að slökkva hann og enn fleiri munu reyna það með nýjum „slökkvi- tœkjum". Kirkja Krists er og verður alltaf að vera stríðandi kirkja, kirkja, sem berst ekki í óvissu, heldur öruggu trausti til hans, sem er sigurhetjan, konungur konunganna, Drottinn, Jesús Kristur. Skrifað í Osló á aðventu 1973 Jón Dalbú Hróbjartsson. HEIMILDIR: Peter Beyerhaus: Krise i missionen, Oslo 1970' O. G. Myklebust: Mission i en ny tid, Osló 71- E. Molland: Konfessionskunnskap, Oslo '61- Wislöff/Beyerhaus: Mission Guds redningsaksjon, Oslo '73. World Concil of Churches: Bangkok Assembly 1973. Beyerhaus: Die Weltenkonferenz von Bangkok- personliche Eindruke. Timaritsgreinar: Torvald Oftested: Kritisk analyse av tendenser og synsmaater innen den ökumeniske bevegelse i dag, TTK 3/73. Tor Jörgensen: Bangkok '73: Frelse i dag, tlfð theologi 2/1973. Beyerhaus: Utfordringen fra Bangkok, Fas Grunn 5/73. ^Jgl* Frankfurter Erklárung zur Grundlagkrise Mission. 336

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.