Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 59

Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 59
HARALD S. SIGMAR: Huqleiðingar um / Islandsferð 1973 Við Ethel höfðum ekki komið aftur til íslands frá því við áttum heima í Reykjavík um tveggja ára skeið, 1957- 1959, nema eina andartaksstund, þegar við millilentum á Keflavíkur- flugvelli fyrir fjórum árum síðan. Þessi tvö ár, 1957—1959, nam ég og kenndi við Guðfrœðideild Háskóla ís. lands. Við áttum þá fjögur börn á aldrinum 3—10 ára. Þrjú eldri börnin gengu þar 1 skóla. Öll minnast þau íslands áranna með 'þakklœti. Þegar ég hafði það í huga, að þjóðin hafði átt við alvarlega efnahagsörðugleika að stríða vegna eldsumbrota og fisk- veiðideilu við Englendinga, og einn- ig þá staðreynd, að síldariðnaðurinn hafði allur hrunið til grunna, þá gerði ég ráð fyrir að íslendingar hlytu að vera áhyggjufullir og vondaprir, það gladdi okkur því og kom á óvart, að finna framfarahug og lifandi áhuga. Jafnvel þó verðbólgan hefði svo tálg- að utan af íslenzku krónunni, svo að 86 þurfti til að fylla í ameríska dalinn, þá virtist allt vera á framfarabraut. Geysimiklar byggingarframkvœmdir hafa staðið yfir og þeim haldið áfram. í stuttu máli, við skynjuðum hinar hröðu framfarir síðustu ára og sem enn eiga sér stað. Það gladdi okkur að andrúmsloftið og vatnið er enn hreint og ómengað eins og það var, og ísland hefir ekki glatað náttúrufegurðinni. Veðrið var gott og fagurt. Um tíma var hlýrra og betra veður á íslandi en menn muna um árabil. Veðurhitinn, sem var um 70 gráður Fahrenheit, var notalegur fyrir okkur, sem eigum að venjast 90—105 gráðu hita á Fahrenheit í júlí hér í Yakima dalnum. íslending- 345

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.