Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Page 76

Kirkjuritið - 01.12.1973, Page 76
látin leika þar lausum hala til sundr. ungar. Nœstu 25 ár verða án efa mótunar- ár sem hin fyrri. Alkirkjuráðið hefir ekki orðið það kristna samfélag, sem því var œtlað. Framtíðarverkefni verða því þau, sem einkennast af kjörorði samtakanna: „AÐ JÁTA DROTTIN JESÚM KRIST SEM GUÐ OG FRELS- ARA". SambúS ríkis og kirkju í Austur- Þýzkalandi Kirkjan í Austur-Þýzkalandi hefir mjögi veika stöðu eins og gefur að skilja í kommúnista ríki. En ungt fólk metur og sér þjónsstöðu kirkjunnar, því að þjónsstöðu hennar fylgir einnig þján- ing. Þjóðkirkjan, Volkskirche, sem er evangelisk er þó ekki eins líflaus eins og ýmsir gœtu œtlað, þótt hún hafi orðið fyrir miklum þvingunum. Ellefu milljónir manna eru skráðir meðlimir hennar en íbúar eru í heild 1 8 milljón- ir. Raunverulegt kirkjufólk er þó ekki nema einn af hundraði, þá er átt við þá, sem sœkja reglulega kirkju. Kirkj- um hefir ekki verið lokað sakir vönt- unar á tilbiðjendum og hörgull er ekki á prestum eins og cetla mcetti i slíku ríki. Hinn rómversk-katólski minni hluti sœkir mjög vel kirkju og heldur vel saman. Hinir rómversku njóta mjög íhaldssamrar leiðsagnar, og það virð- ist valda því, að stjórnin veitir þeim ýmis forréttindi, sem evangelískir menn fá ekki notið. Ríkisvaldinu fell- ur þessi ihaldssemi vel í geð. Verður þó að segja, að margir hinna yngri katólsku presta vildu gjarnan taka til hendinni í þjóðfélagsmálum, en þeim er haldið niðri bœði af ríkisvaldinu með hótunum sínum og hugmynda- frœðilegu þvingunum og af kardinála sínum, sem telur þessa íhaldsserru viturlega í sambúð við ríkið. Megin hluti kristinna manna teljast til hinna evangelisku kirkjudeilda. Austur- Þýzkaland er raunar föðurland hinnar lúthersku siðbótar. Töluverð spenna rikir milli hinnar evangelísku kirkju og ríkisins, en það virðist einnig vera nokkurs konar samkomulag um gagn- kvœmt afskiftaleysi á yfirborðinu og gagnkvœma viðurkenningu. Þegar minnzt var 450 ára afmcelis lúthersku siðbótarinnar fyrir nokkrum árum, þa hélt hin guðlausa ríkisstjórn Austur- Þýzkalands upp á það og gaf úr fri' merki í tilefni þessara tímamóta. Sam band lútherskra kirkna lýtur forustu, sem sýnir yfirvöldum vissa hollustu en engan undirlœgjuhátt. Á kirkjufun um og þingum er vandi kirkjunnar rœddur opinskátt í áheyrn ríkisfulltruC/ sem þar krefjast að vera viðstad ir- Ríkisvaldið er þar gagnrýnt. Þetta sýn^ ir að ofsókn á hendur kirkjunni ekki öðru vísi en óbein. Kirkjan a miklum erfiðleikum. Hún fœr að vl5^ að kjósa leiðtoga sína án íhlutuna, ríkisins, en hún fœr ekki að ráða P hverjir verði kennarar í guðfrœði,v íkisvald10 háskólana. Þannig hefir rik kkru aðstöðu til þvingana og að no ^ leyti getur það ráðið, hvers kor^ starfsmenn kirkjan fœr. Enginn inn maður fœr að vera kennari við un skóla ríkisins. Hér rœður því þvinð og réttindamissir. ef Einn erfiðasti vandi kirkjunnar, 362

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.