Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Page 80

Kirkjuritið - 01.12.1973, Page 80
við samverkamenn Guðs, á sama hátt og í I. Kor. 3,9. Og hér stendur post- ulinn og þeir hinir, sem hann á við, er hann segir „vér", í undarlegri afstöðu til hinna, sem hann beinir orðum sín- um til: „Guðs samverkamenn erum vér" ritar hann og heldur síðan áfram: „Guðs akurlendi, Guðs hús eruð þér". Bœði akurlendið og húsið sýna okk- ur, að hér er átt við þiggjanda, objekt, þess rœktunar og uppbyggingarstarfs, sem Guð vinnur og samverkamenn hans. Við verðum að skilja 6,1 á sam- svarandi hátt: Nokkrir eru kallaðir á sérstakan hátt og eru „samverka. menn", meðan aðrir kristnir menn eru þeir, sem starfað er á meðal, og á- minningin til þeirra er þessi: „En sem samverkamenn hans áminnum vér einnig, til þess að þér skulið ekki til einskis hafa meðtekið náð Guðs." í sambandi við „þjónustu friðþœg- ingarinnar" er einnig alveg Ijóst, að þessi þjónusta, eða þá þetta „em- bœtti" er sérstaks eðlis: Það er talað um „erindreka í Krists stað", og enn- fremur: „Vér biðjum í Krists stað". Og áfram: „Hann gaf oss þjónustu sáttargjörðarinnar", og: „Fól oss á hendur orð sáttargjörðarinnar". Þessi þjónusta felur í sér, að við erum sam- verkamenn Guðs á svo sérstakan og náinn hátt, að ritað er, að það er „eins og það vœri Guð, sem áminnti fyrir oss'*. Þetta „eins og" er alls ekki einhver innihaldslaus samlíking, heldur er þetta þýtt þannig á sœnsku: „Það er Guð, sem áminnir fyrir okkar munn". Þegar þetta er mögulegt, á það rót sína í því, að Guð „fól oss á hendur orð sáttargjörðarinnar". f sœnsku þýð- ingunni segir: „Hann hefur trúað oss fyrirorði sáttargjörðarinnar,". í norskri ritskýringu frá fyrri árum voru menn svo djarfir að segja: „í þessari stöðu er hann beinlínis sjálfur meðvitandi um, að hann er staðgengill Krists" (Odland í skýringu á II. Kor. 5,20). í nútímaguðfrœði norskri er það „staðgönguhugmyndin" (representa- sjónstanken), sem rœtt er um í þessu sambandi. í hvaða skilningi getum við út frá Nt. talað um slíka „Kristsstað- göngu"? Er hér um að rœða, að sér- stökum „embœttismönnum" kirkjunn- ar sé trúað fyrir þessu, eða hefur kirkj- unni allri verið trúað fyrir því eða öll- um trúuðum mönnum á sama hátt? í sœnskri guðfrœði fáum við afar áhugaverða mynd af guðfrœðileg®-1 vinnu, sem fjallar um þessa spurn- ingu og aðrar henni skyldar. Þá á eg sérstaklega við „Prestsembcettið. Bók um embœttishugtak ólíkra kirkju- deilda" (útg. H. Blennow 1951) °9 „Bó'k um embœtti kirkjunnar" (útg. Hþ Lindroth 1951), ásamt því mati a Erik Em- þessu embœttishugtaki, sem Per Persson framkvœmir í grein sinni , bœtti kirkjunnar sem Kristsstaðgangu (Lund 1961). í þessu sambandi ver ur einnig að nefna danskt framlag ' hinnar norrœnu umrœðu um embcettis hugtakið: „Embœtti kirkjunnar' e^'r Regin Prenter (1965). Norska framluð ið í þessari umrceðu er lítið að vöxt- um, mest stuttar greinar. Samt ver Ijóst, að menn eru ekki að reyna a koma sér hjá því að glíma við Þe^j' vandamál. Það sýna tvö nefndará ' „Starfsverkefni prestsins og kröfut^ ar til prestsmenntunarinnar 1972:31) og „Norska kirkjan og ríkið- 366

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.