Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Page 86

Kirkjuritið - 01.12.1973, Page 86
unni um þetta efni hjá t. d. Per Erik Persson og Regin Prenter, jafn ólíkir og þeir annars eru um mörg atriði, sem snerta embœttisguðfrœðina. Pers- son segir t. d.: „Það að kirkjan er bundin „orðinu" felur í sér, að hún er bundin „embœttinu", því að „orð- ið“, sem hér um rœðir, er ekki yfir- andlegt orð, sem aðskilið er frá hinu raunverulega lífi og tilveru mannsins, heldur einmitt þetta „ytra orð“ fagn- aðarerindisins, sem stöðugt er boðað í orðum og verkum þeirra manna, sem hafa embœttið með höndum. En þessir menn eiga ekki í sjálfum sér neina sérstaka eigind eða getu, hvað sem það annars merkir, sem gefi „orðinu" kraft sinn, heldur eru þeir aðeins flytj- endur, aðeins tímabundin verkfœri í hinu stöðuga og áframhaldandi starfi „orðsins" eða „embœttisins" í hinum breytilega heimi." Og Regin Prenter orðar þetta svo: „Myndugleiki Krists- umboðsins hvílir þannig á innihaldi hins postullega fagnaðarerindis, og vitnisburður postulanna staðfestir sannleika þess, en ekki á hinu, að boðandinn sjálfur sé sjónarvottur. „Sá sem hlýðir á yður, hlýðir á mig“ (Lúk. 10,16). „Vér biðjum í Krists stað: Lát- ið sœttast við Guð“ (IIKor. 5,20) gildir um hvern þann, er boðar hið postul- lega fagnaðarerindi." í þessari merk. ingu er hin óslitna postullega vígslu- röð óslitin röð sannleikans, og röS sannleikans er hinn frjálsi farvegur fagnaðarerindisins. Presturinn œtti að vita, að maður- inn innan í hempunni er ósköp venju- legur maður, því að allir aðrir gjöra sér grein fyrir því. Samt má hann aldr- ei gleyma þvi, að þessi maður er frá- tekinn af Guði til alveg sérstaks hlut- verks. Hér gagnar ekki að segja: Þar sem ég er aðeins venjulegur maður, þá er hlutverk mitt að vera slíkur, —' vera manneskja og meðbróðir annarrd manna. Hvað álitum við um fiðluleik- ara, sem segði, að hann vildi sannar- lega ekki lengur cefa sérgrein sína, heldur vinna að framgangi tónlistar- innar með því að vera meðbróðir? Sa sem fcer köllun til þess að leika a hljóðfœri og getur það, hann á a® leika fyrir mennina, leika þannig, skýin sópast burt og menn sjái óend- anleikann á bak við þau. Sá sem er „kallari" og „sendiboði" Guðs, á a^ ganga þá leið, sem liggur að hjörtum mannanna og þegar þangað er kom- ið, á hann að hrópa: Svo segir Drott- inn. i að Vissulega verður hann að taka sér önnur verkefni og takast aðror skyldur á herðar. Hann verður a heyja einvígi við andstœðinga Guðs, hvar sem þeir gjöra vart við sig- p ^ er víst hérna, sem við getum sagt, við uppfyllum á holdi okkar það, se^ enn vantar á Kristsþjáningarnar, heilla fyrir líkama hans, sem er so uðurinn. Jafnvel þótt við verðum a _ keppa eftir því að finna skynsamleg^ skiptingu milli hinna margvís eg^ starfa í kirkjunni, þá býst ég ekki því, að við getum alveg losnað ^ hinu lítilfjörlega, smámununum, e ^ komizt hjá þeim. Sem lúterskir Pre^g ar megum við aldrei gleyma þv|, Lúther talaði um köllunarstarfið se^ hluta af „krossi" kristins man Prestsstarfið er einnig að hluta 372

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.