Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Page 90

Kirkjuritið - 01.12.1973, Page 90
einnig opinberun kœrleika Guðs. Páll lýsir þessum kœrleika sem frávita kœr- leika. II. Kor. 5,13—15. Friðþœgingin og hin mikla umbreyting er heimska fyrir hinni upplýstu skynsemi manns- ins, sjá I. Kor. 1,1 8ff. En Páll varð grip- inn þessum kœrleika, sem umbreytti öllu og birti víddir í sambandinu milli Guðs og manns og gaf ný verkefni hér í heimi. 6. Það er ekki hœgt að aðskilja persónu Krists frá friðþœgingunni. Friðþœgingin er í beinum tengslum við holdtekjuna. Umbreytingin krefst þess, að Kristur sé maður og Kristur sé Guð. Hann gat aðeins tekið synd og dauða mannsins á sig sem maður. Hann gat aðeins gefið manninum rétt- lœti, heilagleika og eilíft lif sem Guð. Þegar umfang friðþcegingarinnar í Kól. 1,20 er víkkað, svo að það nœr til ta panta, alls, allrar sköpunarinn- ar, þá er það í samrœmi við það, að Kristi er lýst sem frumburði allrarsköp- unarinnar, enda var allt skapað í honum .... Allir hlutir eru skapaðir fyrir hann og til hans" 1,16. 7. Þessi friðþœgingarhugsun Páls fœrir kirkjunni verulega erfiðleika í prédikun hennar í dag og leiðir stund- um til breytingar á friðþœgingarhug- takinu. Þetta sjáum við bert í nú- tímaguðfrœðinni. 8. Menn afneita ekki raunveruleika hins illa eða vanda mannsins, en þeir túlka orsakir þessa á annan hátt en Páll, og þess vegna fœr friðþœging- in aðra merkingu en hjá honum. Jesús á krossinum verður tákn um þjáningu og kvöl mannsins, ekki þjáningu og kvöl Guðs. Maðurinn tekur í sínar eigin hendur útrýmingu hins illa. Maðurinn setur sjálfan sig í miðpunkt og ýtir Guði til hliðar. 9. Menn sannreyna raunveruleika hins illa i heiminum, en þeir útskýra tilveru þess á óbiblíulegan hátt. Þó er syndin orðin hluti af sköpuninni, er hluti af tilveru mannsins, og syndafall hefur aldrei átt sér stað, I. Mós. 3. Syndin á ekki rót sína í ákveðnum verkum. Þess vegna verður að útrýma verkunum syndarinnar innan sköpun- arinnar sjálfrar, en ekki „í hinu ytra Mat Biblíunnar sýnir greinilegt sam- band milli boðorða Guðs og brota mannsins gegn þeim, sem leiða til refsingar vondra verkana. Guð getur ekki afsalað sér heilagleika og rétt- lœti. í bók sinni „Drepsóttin" sýnir Albert Camus tvo möguleika, tvo algjörlega heimspekilega-guðfrœðilega mögu- leika. Lœkninn, sem berst gegn drep- sóttinni og sýnir náungakœrleika 1 verki. Prestinn, sem gjörir ekkert, af því að hinn góði almáttugi Guð hefur sent drepsóttina og maðurinn megaar ekki að berjast gegn Guði. En til er þriðji möguleikinn, hinn biblíuleg1- Guð berst gegn hinu illa. Nútímagað- frœðinni hcettir til þess að láta mann- inn sjálfan berjast gegn hinu iHa' „drepsóttinni", með öllum tiltœkum þjóðfélagslegum og stjórnmálalegum ráðum. En þeir komast ekki fyrir rœt' ur hins illa. Kristur verður s ka nda on, hneyksli, eða Guð verður ,,þia|] ingabróðir" á krossinum, en hann fri þœgir ekki heiminn við sig. 10. Við drögum einnig úr gildi tr'^ þœgingarinnar að ofan, ef við viður 376

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.