Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 92

Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 92
Sr. SIGURÐUR PÁLSSON, vígslubiskup: Um helgisiði LíkamsstöSur og hreyfingar Öll skyniun manna og tjáning gerist fyrir líkamleg skynfœri. Því hlýtur lík- aminn að vera meðverkandi í guðs- dýrkun manna sem öllu öðru, án þess vœri guðsdýrkunin ósönn, því að ekki völdum vér því að láta annað starfa án hins. Líkami og sál eru tvœr hliðar sömu veru. Þó að ýmsar þeirra stellinga, sem menn viðhafa í guðsdýrkun sinni þekkist einnig í öðrum samböndum, eykur það hvorki né rýrir gildi þeirra. Þœr eiga allar stoð í heilagri Ritningu og erfð kirkjunnar, Auk þess virðast þœr, eins og önnur trúartákn, eiga samsvörun við lögmál, sem skráð er djúpt í anda mannsins. Stöður Fyrstu þúsund ár kirkjunnar var aðal- reglan sú, að allir stóðu við hina helgu þjónustu nema biskup og prest- ar, en þeir sátu bakvið altarið þegar þeir voru ekki að verki við það. Þá krupu menn, lutu eða hneigðu sig svo sem við átti hina ýmsu liði mess- unnar. Stöður þessar voru rökstuddar með því að menn hefðu við skírnina risið upp með Kristi og því hœfði að þeir stœðu frammi fyrir Guði. Staða er tákn gleði og fúsleika og því var bannað að krjúpa í messum frá pásk- um til hvítasunnu til að undirstrika fögnuðinn yfir upprisunni. Ireneus segir (um 180), að siður sá að standa við messur alla sunndaga sé frá post- ulunum kominn. Vafalítið er það rétt, því að vitað er, að svo gerðu Gyðingar, er þeir hlýddu á boðskap Guðs (1- Mós. 20,21,- Ne. 8,4). Einnig var staðan hin viðtekna bœnarstelling a dögum postulanna eins og sjá má af guðspjöllunum (Mk. 11,25; Lk. 18# 13). Sama votta og rit annarra kirkju- feðra og kirkjuþingið í Niceu. Því er það siður enn I dag, að prestur standi við allar bœnir, er hann ber fram við altari, nema syndajátningu, sé hun við höfð. Að vísu hafa sumir prestar tekið upp þann danska sið, að krjúpo við meðhjálparabœnir, en það er ekki rökrétt, enda stendur meðhjálp arinn og svo œttu allir aðrir að gera- Staðan er tákn virðingar, því stönd- um vér við lestur Guðs orðs. Staðan er tákn djörfungar, og djörfung var byggist á barnaréttinum, sem ve' eigum í Kristi. (Róm. 8, 15—17). Sta an er tákn eftirvœntingar, því stöndum vér við blessanir. Loks er staðau þakkarstelling hinna útvöldu á hirr>nl (Op. 7, 9 og 15,2), því vœri og rett’ 378

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.