Jörð - 01.09.1942, Page 10

Jörð - 01.09.1942, Page 10
Þi’jú ár í röð sögðu menn: „Ef sildin hregzt i sumar, þá er úti um allt.“ En það var góðæri á öllum sviðum, og síldin brást ekki. Hver gelur skilið í stjórnarstefnu þessara ára?! Yfir henni hvílir torráðin dul, því menn kveinka sér við að játa, að ekkert annað en óhotnandi ábyrgðarleysi liafi staðið á hak við hana. Hefðu kommúnistar verið hinir raunveru- legu ráðamenn, þá væri fengin skiljanleg skýring, því öllu var slefnt á flugaferð í endanlegt gjaldþrot atvinnuveganna og þar með slcyndilegan lmngurdauða hins óseðjanlega rikissjóðs. Það liefði verið liinn rökrétti undirhúningur „byltingarinnar“. Svo skall á lieimsstyrjöld, — alveg mátulega lil að hjarga þessu litla þjóðfélagskrili, sem ekki virðist orðið geta þrif- ist á öðru en blóði. (Það væri annars dálaglegt, ef það orð legðist á þjóðfélag íslendinga!). Aðeins áður hafði sú við- urkenning fengizt á hinu ógurlega útliti, að „þjóðstjórn“ var mynduð: samstjórn þriggja stærstu þingflokkanna. En „lieil- indin“ komu hezt fram í hlöðum þessara flokka og allt sam- starfið mótaðist meir og meir af skortinum á raunverulegri liollustu — við samstarfsmennina við hin lífsnauðsynlegu slóru sjónarmið — við þjóðina. Loks var svo undan grafið, að engar stoðir megnuðu við að stvðja, og flokkarnir sögðu opinberlega sundur með sér. AÐ er eins og skáldið segir i upphafi hins mikla kvæðis, er hirtist í síðasta liefti JARÐAR: „Hver getur sagt, liver bvrjar, í heimi stáls og stvrjar?!“ Það er ekki nema að villa fyrir sér, að grípa niður á ná- lægum tíma og segja l. d.: Það var ekkert vit í því að taka kjördæmamálið fyrir ó þessum einstaka hættu- og örlaga- txma. Hér er allt ein óheilinda- og „flokkshagsmuna“-flækja, tit orðin á lengri tíma, þar sem tivað elur annað af sér - „ein syndin býður annari heim“ — og vita vonlaust er uni að takast megi að leysa.— 200 jörd

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.