Syrpa - 01.07.1915, Síða 9

Syrpa - 01.07.1915, Síða 9
SYRPA, I. HEFTI 1915 7 þenna tíma?” En eg svara'Öi eins og Sieyés: “ Eg hefi lifað.” Og Kjartan sagði mér i dag, að hann gæti bezt trúað þvi, að eg væri Níh- ilisti, eða væri viðriðinn einhvern ískyggilegan félagskap. Hann seg- ist hafa leitað að mér, eins og að saumnál, um alla borgina, og jafn- vel spurt eftir mér, oftar enn einu sinni, á lögreglustöðvunum. Eg er samt viss um að hann veit, að eg er ekki Níhilisti—svo einfaldur er hann ekki, að hugsa það—en hann ímynd- ar sér ef til vill að eg sé ræningi, eða að öðru kosti, að eg sé ekki með réttu ráði. Og sjálfsagt þykir það tortryggilegt, að eg skuli ekki láta heimafólkið vita, hvert eg er að ferðast. 1. Júlí. Hingað í liúsið er kominn íslenzk- ur unglingspiltur, sem um nokkur ár liefir átt heima austur i Nýja-Skot- landi. Hann er frændi Sólrúnar og heitir Erlingur Bjarnhéðinsson. Skrítið er það, hvað hann veitir mér nánar gætur. Og vafalaust er búið að segja honum að eg sé eitthvað undarlegur. Hann brosir oft ein- kennilega, þegar hann sér að eg er að lesa “Maud”. Eg veit að hann veit, að hetjan í kvæðinu er með köflum látin vera hrjáluð og tala vitleysu. “Dauður, löngu dauður, löngu dauður!” segir unnusti stúlkunnar um sjálfan sig. Honum finst hann vera grafinn undir strætinu, og honum þykir það hörmulegt, hvað litinn frið hann liefir í gröfinni fyrir liinni sifeldu umferð fólks og liesta—hófar hest- anna snerta heila lians. Það er þvingandil En— “Að heyra náinn nöldra, er nóg til að gjöra rnann xrðan! segir hann.----Það er þvi ekki kyn, þó Erlingur brosi, þegar hann sér að eg er að lesa þetta kvæði.—En eg lield helzt, aðeg sé að verða eins og þessi maður i kvæðinu. Mér finst stundum eins og “Hjarta mitt sé hnefafylli af ryki,” ])ví mér virðist lifið svo gleðisnautt, og þó svo undur stutt. En eg á mér Maud, Maud, Maud! Og eg veit, að liún elskar mig.—þess vegna lifi ég.-------í gærkveldi kom maður i síðum frakka til frú Colthart. Þau töluðu lengi saman i setustofunni. Eg sat á meðan í næsta herhergi og beið eftir Ednu, þvi hún var að þvo upp af borðinu. Eg heyrði að nafn mitt var nefnt oftar enn einu sinni, þó talað væri lagt. “Ef hann er ekki bófi,” sagði maðurinn i siðn frakkanum, “þá er hann vitskertur, og hvorttvéggja er hættulegt.” “Og hann er lika útlendingur,” sagði frú Colthart, “og íslendingur í til- bót, og það getur líka verið næsta isjárvert.” “ísjárvert, ísjár- vert, alt er það mjög isjárvert!” sagði maðurinn i síða frakkanum. Og rómur lians var dimmur og djúp- ur, eins og bassa-tónn i kirkju-org- eli. 16. Júlí. Frakknesk kona sagði frú Colt- liart það nýlega, að nokkrir kyn- blendingar hefðu fyrir fám dögum komið alla leið vestan frá Batoche, og sezt að í St. Boniface. Vildi Ed- na að eg fengi Lebas á ný i lið með okur til að leita þetta fólk uppi og vita, hvort það kannaðist ekki við Madeleine Vanda. Eg lagði þvi af stað í gærkvöldi til þess að finna

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.