Syrpa - 01.07.1915, Blaðsíða 11

Syrpa - 01.07.1915, Blaðsíða 11
SYRPA, í. HEFTI 1915 9 sagöi Villon. “Og mér veröuröu að borga tuttugu of fimm dali út í hönd fyrir mina fyrirhöfn,” sagði Lebas. Eg sagði þeim að mér þætti þessi upphæð nokkuð há, en samt skyldi eg borga hana orðalaust.þegar eg væri búinn að finna konuna; og bauðst lil að gefa þeim það skrif- legt. Nei, Villon sagðist ekki leið- beina mér neitt, nema eg borgaði sér peningana fyrirfram, því skrif- legt loforð frá ókunnugum manni hefði ekker.t gildi i sínum augum augum. Við töluðum um þetta æði- lengi, og bauðst eg að lokum til að borga þeim fyrirfram sína $10 hvor- um, en afganginn strax og konan væri fundin. En Villon var alveg ó- sveigjanlegur. “Annaðhvort alt eða ekkert” sagði hann. Ekki var það heldur tll neins, þó eg segði þeim aftur og aftur, að eg ætti ekld. til svona mikið fé, og yrði því að fá það að láni hjá öðrum, en gæti ekki fengið þá til láns fyr en eg væri búinn að finna Madeleine Vanda. Að siðustu sagði eg þeim, að eg yrði að hætta við að þyggja liðsveizlu þeirra, fyrst þeir settu mér þessa afarkosti. (Enda þóttist eg sjá að leikurinn væri til þess gjörður, að féflétta mig). En þá urðu þeir báð- ir óðir og uppvægir, heltu yfir mig hrakyrðum og hótuðu mér öllu illu. Var Lebas svo æstur og reiður, að hann sló mig tvö högg fyrir brjóstið. Á endanum slapp eg þó frá þeim, og var það mest því að þakka, að þeir heyrðu að menn voru á ferð fyrir utan kofann; annars er óvíst að mér hefði orðið svo fljótt útgöngu auð- ið. 17. Ágúst. Við ællum að gjöra eina tilraun enn þann 25. þ.m. Þann dag verð- ur einn af liöfðingjum Cree-Indíána staddur i St. Boniface. Geti hann engar upplýsingar gefið mér við- vikjandi Madeleine Vanda, þá legg eg árar i bát, og liætti með öllu að leita að þessari konu, að minsta kosti fyrst um sinn. I>elta cru þeir kaflar dagbókarinn- ar, sem snerta sögn þessa. Alt ann- að, sem þar er skrifað, er hnglcið- ingar um ýmislegt, sem Arnór hafði lesið þessi árin. Og líka eru þar nokkur smákvæði, sem hann orkli veturinn, sem hann var i Brooklyn. En öll bera þau vott um djúpa ang- urværð og jafnvel bölsýni. VII. BRÉFID Fört Garry við Rauðá í Canada. Á Katrínarmessu, 1869. Systir mín elskuleg! Síðast þegar eg skrifaði þér, var eg staddur í Marseille g Frakklandi. Það var, að mig minnir, seint á Einmánuði, annó 1859, og má vel vera, að það skrif mitt hafi aldrei þér í liendur borist; og hefir þú, án efa, fyrir löngu reiknað mig meðal liinna framliðnu. Mun það nú undra þig stórlcga, að fá eiit skrif frá mér, eftir svo langa þögn, vest- an frá óbygðum Norður-Ameriku. En orsökin til þess, að eg hefi ekki skrifað þér svona lengi er eiginlega sú, að cg licfi aldrei gcfið mér tima lil þess, hefi og alla æfi liaft mikinn óvilja á að taka mér penna í hönd, og sjaldan fundið næði til slikra starfa, þar eg hefi mestan minn ald- ur alið i siglingum um öll heimsins höf. Einnig hefi eg nii á síðari ár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.