Syrpa - 01.07.1915, Síða 28

Syrpa - 01.07.1915, Síða 28
ISLENZKAR ÞJODSAGNIR. II. Hlaupa-Mangi. Eftir Finnboga Hjálmarsson. Maður hefir lieitið Magnús, liann var Magnússon, ætt lians kann eg ekki að rekja. En kynjaður mun hann hafa verið úr Núpasveit og Meirakkasléttu í Norður-Þingeyj- arsýslu á íslandi. Um 1830 var hann búandi á bæn'um Núpskötlu, austan megin Rauðanúps á Sléttu. Magnús var allra manna frástur á fæti ]>ar um sveitir, og sást aidrei öðru vísi í ferðalögum en á harða hlaupum. Af því var hann kallað- ur Hlaupa-Mangi. Líka var hann svo brattgengur að enginn komst þar til jafns við liann.oghaft erþað eftir honum að hann segðist treysta sér að fara það í björgum, sem koll. ótt kind kæmist. Magnús þurfti líka oft á fimleik sínum að halda, því þrásinnis stofnaði hann iífi sínu í hættu við að sækja egg og fugl í Rauðanúps bjargið handa skylduliði sínu. 3>egar bjargarskort gerði vart við sig f búri Kötlu bónd- ans, greip hann fuglastöng sína og skjökti vestur að Núpnum. Las hann sig svo eftir örmjóum hyllum í bjarginu og snaraði svo fuglinn. Festi eða handvað brúkaði hann aldrei. En uin bjargið fór liann á fæti þar sem cnginn hefir vogað sér fyr né síðar, nema 1 festi. Þar sem þessar hyllur mjókkuðu og bjargið slútti fram yfir þær, þá settist liann niður, hengdi fætur fram af hyllunum og ók sér svo á rassinum þar til breikkaði stéttin. Stóð þá upp og snaraði fuglinn í ákefð. Þegar vel gekk veiðin og Magnús sá að liann fékk fyrirhöfn sína vel borgaða, leit hann yfir feng sinn og kvað þá þessa algengu vísu: Mörgum manni bjargar björg, björgin hressir alla. En að sækja björg í björg, björgulegt er varla. Bergmálið át alt eftir Magnúsi, en hafði ekki lag á að fylgjast með, svo það varð æfinlega einni hendingu á eftir: “björgulegt er varla” gall í bjarginu eftir að hann var þagnað- ur. Þegar Magnús var vlnnumaður

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.