Syrpa - 01.07.1915, Page 30

Syrpa - 01.07.1915, Page 30
SYRPA, í. HEFTI 1915 28 ‘Er ]>að ekki nautið, sem lni ert hræddur um?” spyrMagnús, “heyrð- irðu ekki maður að eg sagðist skildi ábyrgjast mig.” “Slík eru aðeins ónýt hreystiyrði, sem enginn maður myndi skoða öðruvísi en óvitahjal. Það sannast á þér hið íorna máltak ‘að oft er heimskur maður hugmestur’; þú byggir þetta flynt þitt á því að þú sért svo frár á fæti, að þú hlaupir undan bola mínum; enn til þess að gera það þarftu að vera cins fljótur og Melrakkarnir ykkar ]>ar á Slétt- unni. En það er best þú fáir að reyna í þér þolrifin, mig gylti einu ]>ó ]>etta kapp þitt yrði þér minni-.- stætt næstu dagana á eftir.” “Þetta er vel mælt og drengilega. Eg vona að við sjáumst seinna, þá skal eg segja þér greinilega af ferða- lagi okkar kusa. Eg skal bíða hérna á hlaðinu meðan þú leysir hann.” sagði Magnús. Að því búnu snaraðist bóndi inní bæinn og sperti upp allar huröir milli bæjardyra og fjóss, fór svo inní básinn hjá einni kúnni, seildist í tjóðurbandið á bola og leysti liann. Nautið fór á harða stökki fram göngin og öskraði hátt. Magnús þreif múlbandið um leið og boli stakk hausnum út úr bæjardyrun- um. Varð nú eins og ráða má af líkum fátt um kveðjur með þeim bónda, ]>ví þegar liann kom út úr fjósinu aftur voru þeir ferðaiangarnir kom- nir norður fyrir tún, sást þá ekkert nema mjallar strókur upp af för þeirra. Vegurinn liggur fyrir neðan Presthóla, þar höfðu menri verið staddir úti, sáu þeir þá citthvað líkast hnattroku skjótast þar fyrir neðan garð, grylti stundum í eitt- hvað dökkleitt í þes.su renningskófi en sköpulag sást ekkert. Eólkið á Breku, næsta bæ fyrir norðan Prest- hóla sá eitthvað iíkast sviftibyl fara ]>ar fyrir neðan túnið, færðist þetta óðfiuga norður og stefndi á svo nefnd Leirliafnarskörð. Ýmsum getpm var leitt að því, hva'ð þetta hefði verið. Ein getgátan var sú að það myndi hafa verið bjarndýr, sem hefði orðið eftir þegar ísinn hefði rckið undan landi, myndi nú vera á leiðinni norður á Núp til að skygnast eftir ísnum, ]>að væru munnmæli að þau liikuðu ekki við að synda á eftir honum, ef þau gætu séð hann af hæðstu fjöllum. önnur yar sú að þetta myndi hafa verið hreindýr, sem flúið liefði jarð- bönnina á öræfunum og leitað ofan í sveitina, en mennirnir af náð sinni eins og vant væri, sigað á það hurfdunum og það svo hlaupið í dauðans ofboði norðurá skörð. Þetta ]>ótti scnnilegast. Ýmsum fleiri tilgátum var hreyft um þetta, en enginn gat til þess rétta. En það er af þeim Magnúsi að segja að þegar þeir komu norður á skörðin fór boli að hægja á sprett- inum, ]>ar til hann var orðinn svo uppgefinn að Magnús ætlaði að verða ráðaiaus að koma lionum nokkuð. Drógst liann nú áfram fet fyrir fet og komst loks með hörku- brögðum að Leirhöfn, sem er fyrsti bærinn sem komið er að norðan við skörðin. Það var seint á vöku um kveldið. Magnús batt boia við hestastjakan á meðan hann gerði vart við sig á bænum. Bað liann bóndann þar að hýsa fyrir sig kálf- inn og hjúkra sem best því hann væri uppgefinn. Bóndi hvaö þaö volkomið. Boli liafði lagst við stjak-

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.