Syrpa - 01.07.1915, Blaðsíða 37

Syrpa - 01.07.1915, Blaðsíða 37
SYRPA, T. HEFTI 1915 35 dæmingu þín vegna, og þegar hann er frelsaður, og kominn úr allri hættu, ])á ert ])ú utan við ])ig af óánægju og hefir ekki sál til að skemta þér. “Þú ert ótrygg í þér Kókúa!” Svo þaut liann aftur út í bræði sinnl, og ráfaði um borgina allan daginn. Hann liitti loks nokkra kunningja sína og fór að drekka með þelm. Þeir leigðu sér vagn og óku út úr borginni, og upp í sveit, og settust þar síðan að' drykkju aftur. Ivífi var hryggur í liuga, af því að hann var úti að skemta sér, mcðan Kókúa syrgði hcima, og af því, að liann fann það með sjálfum sér að hún hafði betri málstað cn liann. Þessvegna drakk liann æ meira og meira. Meðal þeirra, sem sátu að drykkj- unni með lionum, var hvítut maður nokkur, lítt siðaður dóni. Ilann hafði áður voriö bátstjóri á hval- veiðaskipi, en strokið þaðan, og vcrið síðan við gullgröft á ýmsum stöðum. Hann hafði framið ýmsa glæpi, og lögreglan haft hendur í hári honum. Hann var mesti drykkjuslarkari, illur í orðum og ófyrirleitinn, og hafði mikla ánægju af því, að sjá aðra menn ölvaða. ílann veitti Kífa óspart, og fylti hvert giasið á fætur öðru, og léið ckki á löngu áður peningarnir voru á þrotum. “Heyrðu lagsi!” sagði bátstjórinn við Kífa, “þú hefir mikið gumað af því, að þú værir ríkur. þú átt víst einkverja flösku eða annað þvi um líkt asnatól?” “Já, eg er ríkur,” svaraði Kífi, “og nú skulum við fara lieim; cg ætla að sækja pcningana til konunnar minnar, hún geymir þá.” “Þaö cr óhyggilega ráðið, vinur minn,” sagði bátstjórinn. “Menn ætti aldrei að trúa konum fyrir fjármunum. Þær eru vélráðar og ó- tryggar eins og særinn. Þú ættir að hafa gætur á henni, lagsmaður.” Af því að Kífi var oröinn talsvert ölvaður, þá höfðu þessi orð mikil áhrif á liann. “Þaö kæ'mi mér ekki á óvart, þó að hún sviki mig,” hugsaði hann. “Hvernig getur staðið ó því að liún skuli vera svona ókát, þegar eg er úr allri hættu? Eg skal sýna licnni það, að það er eklci við barnið að leika sér, þar sem eg cr. IJún skal ekki fara í kringum mig, því lofa eg henni.” Þegar þeir voru komnir inn í borgina, skildi Kífi við bátstjórann hjá götuhorninu, og gekk einn inn trjáganginn, licim að húsinu. Það var komið fram á nótt, og liann sá ljós í glugganum, en inni heyröust hvorki stunur né hósti. Iiann læddist meðfram húsinu, tók liljóðlega opnar bakdyrnar, og gægðist inn. Sá hann þá hvar Kókúa kraup á stofugólfinu, og hafði hjá sér lamp- ann, en framan við liana stóð háls- löng og bumbuvíð flaska úr hvítu gleri. Hún starði á flöskuna, og fórnaði upp höndunum. Ivífi stóð lengi í sömu sporum, og liorfði á liana. Iíann varð fyrst al- veg utan við sig, og vissi hvorki 1 þennan heim né annan; en svo kom honum tii hugar, að eitthvert ólag kynni að hafa verið á sölunni, og flaskan væri komin aftur, eins og í San Fransisco um árið, og við þá tilhugsun rann af lionum ölvíman, eins og dallæjan hverfur fyrir morg- unsólinni. Þá kom honum til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.