Syrpa - 01.07.1915, Page 48

Syrpa - 01.07.1915, Page 48
46 SYRPA, I. HEFTI 1915 ast hana. En sé mjög varlega meö þau farið springa þau eklci. Skip eru látin sópa duflunum saman, og hafa þau til þess tvo strengi með all-löngu millibili, sem ná til botns og eru dregnir samhliöa sinn af hvoru skipi; á milli þessara strengja er þverstrengur niðri í sjónum og festast duflin á honum- Pegar búið er að koma nokkrum duflum saman eru þau sprengd. Þarf ekki annað en að sprengja eitt, því að hin springa af hristingnum sem kemur á vatnið við sprengingu þess fyrsta. Hernaðar á landi hefir naumast tek- ið eins miklum breytingum og hern- aður á sjó. Aðferðirnar við landorustur hafa ekki breyzt stórkostlega, þótt bæði fallbyssur og rifflar hermannanna séu langt um fullkomnari en áð- ur var. Stórskotalið er nú mildu öflugra en það gat verið meðan fallbyssurnar voru smáar og léleg- ar í samanburði við það sem þær eru nú; en aftur á rnóti kemur riddaralið að minni notum, því á- hlaupin,sem því var sérstaklega ætl- að að gjöra verða alt af færri eft'r því sem skotvopnin verða öflugri. Nú geta menn staðið á vígvellinum og særst og fallið, án þess nokkurn tíma að sjá mann af óvinaliðinu. Það er sjaldgæft að fylkingar kom- ist verulega i návígi hverjar við aðra. Það sem mest hefir breytt hernaðaraðferðum á landi er hin stórkostlega framför síðustu aldar í flutningsfærum. Hinar löngu ferðir á hestbaki og fæti og aðsetur í her- búðum, sem lýst er í frásögnum af orustum fyrri tíma, eru nú að mestu lagðar niður. Járnbrautarlestir, og nú síðast bífreiðir, flytja hermenn- ina þúsundum saman á staðinn þar sem þeir eiga að berjast, og þar byrja þeir að grafa skotskurði, sem þeir liggja í tímunum saman og ýmist gera áhlaup úr eða haldafyrir áhlaupum óvinanna. Verða þeir oft að þola kulda og vosbúð í skot- skurðunum og jafnvel hungur, því oft verður mat ekki komið til þeirra heila daga eða lengur meðan á or- ustum stendur. Hin almenna skoð- un að hermennirnir gangi fram í glæsilegum fylkingum og mæti ó- vinum sínum á sléttum velli og berj- ist við þá unz aðrir hvorir bera sig- ur úr býtum er bygð á lýsingum af orustum fyr á tímum. Nú vinna byssurnar og fallbyssurnar aðal- verkið, og hernaðarlistin er mest í því falin að geta náð sem beztu skotfæri á óvinunum án þess að stofna liðinu í of mikla hættu frá skotum þeirra. Fallbyssurnar eru notaðar bæði til að hlífa liðinu og vil þess að sækja á. Sprengikúl- urnar, sem þær skjóta, gera voða- legan usla, þegar þær springa þar sem hermennirnir standa þéttast, eða fremst í fylkingunum. Stærstu og öfiugustu fallbyssurnar eru not- aðar til að skjóta niður virki, og eru sumar umsáturs fallbyssur af nýustu gerð svo kröftugar að engar víg- girðingar, sem enn hafa verið búnar til, standast skothríð úr þeim. í byrjun 19. aldar voru hermanna byssur af því tagi, sem nú sést að eins á forngripasöfnum. Hlaupin voru slétt að innan, og þegar skotið var, varð að kveikja í púðrinu með stáli og tinnu. Hvellhettur voru fyrst fundnar upp árið 1815,oglöngu seinna var fyrst farið að nota skot- hylki og aftanhlaðnar byssur. í orustunum, sem Englendingar háðu

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.