Syrpa - 01.07.1915, Page 50

Syrpa - 01.07.1915, Page 50
48 SYRPA, I. HEFTI 1915 eins lengí í loftinu og loftskipin né boriö neitt þvílíkan þunga og þau. Frakkland er bezl útbúiö meö loft- för, haföi hátt á áttunda hundraö í byrjun ófriöarins. Þýzkaland og Rússland koma næst. Allmörg loftför hafa veriö eyöilögð í þessu stríði,en nýjum hefir verið bætt við, því mikiö kapp hefir verið lagt á aö smíða ný, er væru til taks hvenær sem á þyrfti aö halda. Það er haft eftir Kitchener lávarði, sem nú hefir yfirstjó; n yfir her Breta á hendi, að stríðið byrji fyrir alvöru í maí í vor. Eftir því ætti þaö sem komið er að vera að eins undirbún- ingur undir aöal-stríðið. En sé þetta í raun og veru haft eftir Kit- chener sjálfum, þá verður að skilja það svo,að hann búist við aðánæsta sumri verði stríðið svo stórkostlegt að það sem af er verði varla teljandi í samanburði við það. Fáir nninu samt geta fengið sig til að trúa því. Stríðið byrjaði þegar Þjóðverjar héldu inn í Belgíu og Belgir risu upp á móti þeim. Bæði í Belgíu og á Frakklandi, og þá sjálfsagt ekki síður á PóJlandi hefir stríðið orðið eins voðalegt og líkindi eru til að nokkurt stríð geti verið. Vitanlega eru ekki allar sögur sem blöðin flytja sannar; en skýrslur stjórnanna um mannfall eru áreiðanlegar, og fregnirnar um ásttmdiðí Belgíu,sem nú koma frá þeim sem eru að reyna að bæta það, eru eflaust sannar í öllum aðal-ati iðum. Og þessar skýrslur og fregnir sýna hvílíkur voða leikur þetta stríð er. Enginn getur líklega sagt með nokkurri vissu. hvað lengi það muni standa enn, en það virðist engum vafa bundið, að sambandsþjóðirnar hljóta að sígra: þær hafa að öllu leyti betri skilyrði til þess en Þjóðverjar eins og nú er komið, og höfðu raunar altaf, nema ef Þjóðverjum hefði tek- ist að lama Frakkland strax í hyrj- un ófriðarins, eins og var ásetning- ur þeirra að gjöra. HEIMSENDIR. Eftir Dr. Frank Crane. Trúarflokkur einn hélt því fram, að heimurinn mundi líða undir lok áður en árið 1914 væri á enda. Eg þekti mann sem gat helt yfir þig ritningargreinum sem ftttu að sanna þetta og gert þig orðlaus- an. Hann seldi alt sem hann gat við sig losaö og fór til Colorado í sumar sem leið, til þess að vera þar sem hátt er og þurt, þegar flóöið kætni, sem átti að afmá alla til fulls nema þá útvöldu. Þetta heimsendisæði brýst jafnan út öðru hverju. Fyrir fimmtíu ár- um klæddust ,,Milleritar“ í þúsund ára, eöa dóms^Iags búning sinn og söfnuðust saman á fjallstindi nokkr- um til að bjóöa Gabríel velkominn. En hann sveik jafnan loforð sitt og kom aldrei.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.