Syrpa - 01.07.1915, Blaðsíða 54

Syrpa - 01.07.1915, Blaðsíða 54
52 SYRPA, I. HEFTI 1915 þeir skyldu hafíi sloppiö heilir á hófi svo óviturlega sem þeir höföu farið að ráði sínu. En nú kom það upp, að á þessu litla skipi hafði verið kasað saman miklu fieiri mönnum en landstögin í Ameríku leyfðu og fyrir þessar sakir var lagt löghald á skip og farm. Mönnum féll þó illa að beita ströngum lögum við þessa fáráðlinga, sem höfðu brotið þau af vanþekkingu, og endirinn varð sá, að þeim var gefin upp sökin og skipið látið laust og farmurinn. Þetta var nú sjálfsagt betra en ekki, en lítið verð fengu þeir þó fyrir skip- ið og farminn þegar þeir seldu. Mikið vantaði á það, að þessir fyrstu vesturfarar frá Noregi ættu framan af betri daga en heima í sínu gamla föðurlandi. Surnir þeirra settust að í Rochester en allurhelm- ingurinn tók sér bólfestu á jarðar- skika sem þeir keyptu nokkrar míl- ur þaðan. Þangað fluttu þeir sig nokkru eftir veturnætur og höfðust þar við um veturinn milli 20 og 30 manna í litlum og lélegum húskof- um. Þá voru eigi þreskivélar komnar upp í landinu, og Norðmenn þessir höfðu helzt atvinnu af því, uni vet- urinn, að þreskja korn fyrir bændur þar í grendinni. Tíunda hlutann af korninu fengu þeir í verkalaun. Sumarið eftir ruddu þeir og ræktuðu nokkuð af jörð sinni, en aldrei gat þessi fyrsta Norðmanna-nýlenda vel þrifist cg flestir fluttu sig fyr eða síðar úr henni lengra vestur í landið. Meðal þeirra voru hjón nokkur Nils Nilsson og Berta Kristofersdóttir, sem frásaga þessi er höfð eftir. Hann var fæddur árið 1800 og húh 1804. ANNAR SVEINN DÚFA. (Lauslega þýtt). ,,Eg skal aldrei framar dærna nokkurn mann eftir útliti hans og ytra látbragði“, sagði meðal annars særður undirforitrgi, þegar vinir hans spurðu um fréttir aí stríðinu. ,,Þegar við héldum áleiðis til víg- stöðvanna var í okkar sveit maður einn, sem mér veittist næsta ervitt að skilja. Hann var hár vexti, fag- urlimaður og fríður sýnunr, ljós á brún og brá, með velvanið, silki- mjúkt skegg, en nreð einhvern liálf- óskiljanlegan Uóglífis og værðarblæ í hverri líkamshreyfingu. Það gat enginn vafi leikið á því, að maðurinn var af góðu bergi brot- inn; hafði sýnilega átt efnaða for- eldra. Hann var ekki fyr korninn í liðsveit vora, en vér höfðum valið honum nafn,og kölluðum hann,,hans hátigii“. Félagar vorir veðjuðu um það, að eftir fyrsta daginn hlyti hann að falla dauðuppgefinn úr sög- unni. En það var öðru nær. Það er heilagur sannleikur, að hann virt- ist ekki minstu vitund þreyttari að kveldinu, en hann var að morgni. Og um nóttina, er til svefns var gengið, brá okkur meira en lítið í brún, er við urðum þess varir að hann var í nærfötum og sokkurn úr dýrasta silki. Hermaður í fordýr- um silkisokkum! — Það var rneira en við höfðum vanist. — Það hlaut að fara í bága við allar almennar hernaöar-reglur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.