Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Page 24
22
tekin upp skátabúningur, gi'æn blússa, dökkbláar bux-
ur, blár klútur, grænir sokkar og skátahattur. Félagið
starfaði nú eftir reglum Sir Robert Baden-Powells eins
og það sí'ðan ávallt hefur gert. Félagið efldist skjótl
undir forystu Tuliniusar, en hann útnefndi 10 af með-
limum félagsins sem undirforingja, og' er um það bólcað
í dagskipunarbók Væringjafélagsins. Bók þessi er fyrst
færð 10. april 1915, og síðan reglulega til ársins 1917,
en svo er ekkert fært fyr en árið 1920. Þessi fyrsta hók-
un er þannig: „Væringjafélagið var stofnað sumardag-
inn fyrsta þ. 23. apríl 1913. Það hefur því starfað i nær
tvö ár. Æfingar félagsins hafa verið skátaæfingar og
aðrar íþróttir, svo sem, knattspyrna, hlaup, stökk, skot
og almenn leikfimi. Hefur fyrverandi sýslumaður Axel
V. Tulinius stjórnað. Til aðstoðar sér fekk hann 10 unga
menn úr K. F. U. M., sem hann gerði að undirforingjum
og eru |)eir þessir: Ársæll Gunnarsson, Guðmundur H.
Pétursson, Hallur Þorleifsson, Jóhannes Sigurðsson, Jón
Guðmundsson, Páll Sigurðsson, Pétur Helgason, Stefán
Runólfsson og Filippus Guðmundsson. í þessu samhandi
var þess getið að Væringjar geti drengir orðið 9 ára að
aldri. Þessir tíu ungu menn mynduðu um langt skeið
kjarna félagsins og segir svo um starfsemi þeirra i fé-
Ipginu i Drengjablaðinu „Úti“ 1933: „Allir þessir piltar
gengu í félagið við stofnun þess og á fyrsta ári, og voru
mörg ár kjarni félagsstarfsins og skal þeirra því getið lit-
eitt nánar.
Ársæll og Guðmundur störfuðu langlengst þessara
])ilta við fólagið, og er þeirra beggja síðar getið í þess-
ari grein. Hallur var flokksforingi til ársins 1919. Hann
var aðallúðurþeytari og trumbuslagari félagsins og
kenndi öðrum Væringjum þá fræði. Jóhannes Sigurðs-
son var flokksforingi í tvö ár, þá fór hann utan og tók
ekki verulegan þátt í starfi Væringja eftir |)að, en hefir
ávallt siðan starfað mikið fyrir K. F. U. M. Jón var
flokksforingi í rúmt ár og hafði ýms störf á hendi. Páll