Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Qupperneq 26
24
þjónustu. Semaphorkerfið er íslenzku skátarnir nú hota
er einnig til orðið á fyrstu árum Væringjanna og sett í
íslenzkt kerfi af foringjum þess.
1914.
Starfinu miðaði nú vel áfram þetta ár. Haldnar voru
æfingar og fundir og drengirnir æfðir í ýmsum slcáta-
íþróttum. Þann 21. maí voru gerðir að hálfdeildarfor-
ingjum þeir Ársæll Gunnarsson, Hallur Þorleifsson, Jó-
hannes Sigurðsson og Páll Guðmundsson. Þetta ár er
ákveðið að þeir Væringjar, sem verið hafa í félaginu í
eitt ár, og hafa mætt vel og sýnt áhuga fyrir starfinu,
skuli fá sérstakt merki á búninginn. Merki þetta var
merki K. F. U. M., og skyldi berast á vinstri handlegg.
Þeir sem stóðust próf í flaggstafrofinu fengu að bera
íslenzka fánann (tvilitan) á vinstri handlegg. Um þetta
leyti starfaði i félaginu foringjaskóli undir forystu A.
V. Tuliniusar. Inngöngu í skólann fengu þeir Væringj-
ar er höfðu rétt til þess að bera merki K. F. U. M., sem
áður er um getið.
Keppni milli skátaflokkanna var haldin þetta ár og
sigraði fimmti flokkur, en foringi þess flokks var Ársæil
Gunnarsson. Mynd af þessum flokk birtist á öðrum stað
i bókinni.
1915.
Þetta ár var í félaginu mikið líf og mikið starf, og fer
þá, þann 28. marz, eftir æfingu er haldin var í Örfiris-
ey, hin fyrsta foringjaútnefning fram. Þessir voru út-
nefndir til undirforingja: Axel Gunnarsson, Björn Valdi-
marsson, Helgi Briem, Haraldur Ásgeirsson, Sigurðuf
Gunnarsson, Carl D. Tulinius, Geir H. Sigurðsson, Sigurð-
ur H. Sigurðsson, Þorbergur Erlendsson, Guðmundur
Guðmundsson, Ingi Þorsteinsson og Osvald Knudsén.
Útnefndir sem hálfdeildarforingjar voru Guðmundur
H. Pétursson og Jón Guðmundsson.