Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Qupperneq 28
26
að taka fanga verður afi liafa V& meira lið. Fari íslend-
ingar fram hjá tyrkneskum mönnum án þess að verða
varir við þá, liafa Tyrkir leyst sitt hlutverk. Öll brögð
leyfileg nema að klæðast í kvenmannsföt. íslendingar
beri bláa slaufu, Tyrkir rauða“.
Æfing þessi fór fram, einsog sjá má, á Selljarnarnes-
inu, og varð öllum til mikillar ánægju, og sýndu skát-
arnir mikla lnigkvæmni með að leynast á hinum ólík-
legustu stöðum. Æfingunni stjórnaði með mikilli rögg
vfirforinginn Axel V. Tulinius.
Flokksæfingarnar byrjuðu um haustið með miklum
krafti hjá öllum flokkum félagsins, og var einkum æft
undir minna skátaprófið og lijálp i viðlögum. Aulc þess
voru haldnar æfingar á fimmtudögum og sunnudögum
fyrir alla Væringja.
Þann .‘51. október var vígður fáni Væringja af séra
Bjarna Jónssyni og er það hinn fvrsti íslenzki fáni er
vígður er.
1916.
Skátaflokkarnir slarfa i byrjun ársins með líku fyr-
irkomulagi og áður, haldið er áfram að æfa undir prófin,
og þann 13. 18 marz er prófað í minna prófinu í húsi
K. F. U. M., og standast eftirfarandi Væringjar prófið:
Knud Thomsen flokksforingi, Brynjólfur Vilhjálmsson,
Axel Gunnarsson flokksforingi, Hemming Sveins, Björn
Valdimarsson flokksforingi, Asgeir Sigurðsson aðst.-
flokksf., Ólafur Þorgrímsson, Helgi Briem flokksf.,
Gunnlaugur Briem aðst.flf., Ólafur Helgason, Gunnar
Þorsteinsson, Sig. J. Gunnarsson flokksf., Haraldur Ás-
geirsson aðst.flf., Viggó Þorsteinsson, Carl D. Tulinius
flokksf., Sigfús Sighvatsson aðst.flf., Gunnar Stefánsson
aðst.flf., Gunnar Guðnnindsson, Geir H. Sigurðsson
flokksf., Ólafur H. Jónsson aðst.flf., Þórður Þórðarson,
Ólafur Halldórsson, Kjartan Pétursson, Sigurður H. Sig-
urðsson flokksl'.