Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 36
34
yfirforingjans A. V. Tuliniusar og Ársæls Gunnarssonar
sveitarforingja annarsvegar og þáverandi flokksforingja
hinsvegar, að þeir (flokksf.) slcyldu allir víkja úr stöð-
um sínum, sem flokksforingjar, en nýir foringjar taka
við flokkunum í þeirra stað.
A hinu liðna deyfðarári hafði félaginu hrakað svo, að
eftir voru aðeins um lielmingur af þeim félagsmönn-
um, er starfað höfðu árið þar áður.
Þ. 4. fehrúar 1923 komu saman í barnaskólahúsinu
allir þeir meðlimir Væringjafélagsins, sem þá voru starf-
andi, um 40 að tölu. Þar var félaginu skipt í 4 flokka,
er mynda skyldu eina sveil. Flokkarnir voru þessir:
1. fl. Haukar, foringi Jón Oddgeir Jónsson. 2. fl.
Hreinar, foringi Sigurður Ágústsson. 3. fl. Ernir, for-
ingi Hindrik Ágústsson. 4. fl. Refir, foringi Lárus Jóns-
son. Sveitarforingi var Ársæll Gunnarsson, er nú var sá
eini af foringjum félagsins (að undanskildum yfirfor-
ingjanum A. V. Tulinius), sem starfað liafði lállausl
frá byrjun.
Enginn af hinum nýju flokksforingjum liafði verið
foringi áður nema Sigurður Ágústsson, er verið hafði
aðstoðarflokksf. Sigurður gekk i félagið við byrjun þess
1913, var þá aðeins 10 ára gamall, en hælti að starfa eftir
nokkurn tíma, gekk svo í félagið aftur árið 1921. Hindrik
bróðir hans gekk í félagið 1921 og tók 2. fl. próf sama
ár, eins og fyr segir. Jón Oddgeir kom í félagið 1921 og
lauk 2. fl. prófi árið eftir.
Það er hiklaust hægt að segja það, að með þessum
fjórum nýju flokkum, hófst nýlt tímabil i sögu Vær-
ingjafélagsins. Allt þetta ár voru flokksæfingar haldnar
að staðaldri og útilegur voru margar farnar um sumarið.
A sumardaginn fyrsta (19. apríl) þetla ár héldu Vær-
ingjarnir hátíðlegt 10 ára afmæli félagsins með því að
fara í skrúðgöngu um bæinn og halda útisamkomu.
Á þessu eina ári (1923) l'jölgaði meðlimum félagsins
svo ört, að um haustið (þ. 7. okt.) var haldinn almennur