Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 40
38
steinsson. Störfum Davíðs Sch. Thorsteinssonar meðal
skáta er nánar getið á öðrum stað í riti þessu.
FerðaJög voru farin óvenjumörg þetta sumar (1924),
enda höfðu þá flestir flokkarnir key])t sér nv tjöld um
vorið, sem þeir höfðu safnað fyrir um veturinn. Um
liaustið var enn stofnaður nýr flokkur Ljónaflokk-
urinn og var foringi lians Jón Þórðarson.
Fram að þessu Iiausti höfðu flestar flokksæfingar og
fundir Væringjafélagsins verið lialdið i K. F. U. M.-hús-
inu. Nú er félagið óx svo örl, og. ýmsar nýjar deildir
liöfðu verið stofnaðar innan Iv. F. U. M., var, sem eðli-
legt var, orðið þröngt i þvi húsi. Stjórn K. F. U. M. tók
þvi það ráð, þetta Iiaust, að láta innrétta skúra þá, sem
félagið átti á Bernhöftslóðinni við Bankastræti og þar
fekk hæði burstagerð K. F. U. M. og önnur sveit Vær-
ingja mjög vel við unandi húsnæði undir æfingar sínar.
í júlí 1921 lét A. V. Tulinius af stjórn félagsins, en
Ársæll Gunnarsson tók við. Hafði þá A. V. T. verið for-
maður Væringja í 11 ár samfleytt. „Óhætt er mér að
fullyrða, að félagið hefði aldrei komizt klakklaust yfir
fyrstu árin þrjú, ef það hefði ekki notið starfs og dugn-
aðar A. V. Tulinius“, segir Ársæll meðal annars í grein,
er hann reit um Væringja í Liljuna i apríl 1926. Þetta
sama gildir og um fjöldamörg önnur ár, því oft hefir
Væringjafélagið átt A. V. Tulinius líf sitt að þakka. Ég
hefi, ásamt mörgum öðrum Væringjum, sem enn slarfa
við félagið, átl því láni að fagna, að geta notið kennslu
A. V. Tuliniusar á skátaæfingum og leiðbeininga hans í
leikjum og finn ég mig standa i mikilli þakkarskuld við
hann, eins og aðrir skátar, sem notið hafa handleiðslu
hans.
1925.
Um starfsemi Væringjafélagsins árið 1925 segir (Ár-
sæll Gunnarsson), í fyrsta hlaði Liljunnar (1926) svo:
í Væringjafélaginu munu nú vera um 150 drengir.