Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Side 42
40
Morse, Kimsleik, þrístökki, boðhlaupi, sundi( fór fram
við Effersey), hlaupi og reipdrætti. Mótið fór ágætlega
fram og varð bæði til þess, að hleypa fjöri i félögin og
vekja áhuga almennings fyrir því, sem skátar kenndu
innan félaga sinna. Dómnefnd fyrir mótið skipuðu þeir
K. Bruun kaupmaður (sem um þessar mundir starfaði
talsvert fyrir skátana liér í hænum, einkum Væringja.
Hann annaðist t d. að mestu undirhúning þessa móts),
Guðm. H. Pétursson, prentari (gamall Væringi, sem áður
er að góðu getið) og Ólafur lieit. Gunnarsson læknir,
sem var öllum skátamálum mjög hlynntur. Flest stig
hlaut 1. Væringjasveit, og fekk hún silfurhikar að laun-
um. Önnur sveit fekk silfurskjöld á sveitarfánann fyrir
flest einstaklingsverðlaun. Auk Væringja kepptu skáta-
félögin „Ernir“ úr Reykjavík og Skátafél. Hafnarfjarð-
ar. Bæði þessi félög voru þá nýstofnuð.
1926.
í byrjun ársins 1920 hóf „Liljan“ (skátablað) aftur
göngu sína eftir 10 ára hvild. (Eins og áður er getið byrj-
aði hún að koma út i jan. 1916 og kom þá út aðeins i
eitt ár). Aðal hvatamaður þess að „Liljan“ var endur-
lífguð, var form. fjelagsins, Ársæll Gunnarsson og skrif-
aði hann og starfaði mest að hlaðinu.
Allan þann vetur var afarmikið kennt innan flokk-
anna undir allskonar sérprófsmerki og svo hin venju-
Iegu skátapróf (nýliðapróf, 2. fl. próf og 1. fl. próf), eins
og sjá má af þvi, að um vorið (annan páskadag), tóku
úr 1. sveit 4 skátar 1. fl. próf og 16 skátar 2. fl. próf. í
svedinni voru þá 35 skátar með 2. fl. prófi. og 7 með 1.
fl. prófi. Þá höfðu 13 sérprófsm. verið tekin af skátum
innan þeirrar sveitar. Þannig var enginn skáti í sveit-
inni próflaus og er það ábyggilega mjög sjaldgæft. I 2.
Væringjasveit voru þá 45 skátar. 10 af þeim höfðu lokið
1. fl. prófi og 30 2. fl. prófi. Einnig höfðu 12 af þessum
drengjum lokið sérprófi i hjálp í viðlögum.