Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Qupperneq 48
46
ir 2. sveit, þvi Jón Oddgeir, sem þá hafði stjórnað sveit-
inni í 4 ár, Ijet af því starfi og gaf sig eingöngu að starfi
Roversveitarinnar, sem þá var orðin allfjölmenn. Tryggvi
Kristjánsson hafði starfað, sem flokksforingi i tvö ár og
aðstoðarsv.for. 2. sv. í eitt ár.
1930.
í hyrjun ársins 1930 var gerð breyting á stjórn félags-
ins. D. Sch. Thorsteinsson, sem hingað til hafði verið
form. félagsins síðan Ársæll Gunnarsson dó, treysti sér
ekki lengur, vegna lasleika, að taka virkan þátt i stjórn
félagsins. Var þá Væringjafél. skipulagt eins og líðkasl
um skátafélög erlendis, þannig að fjórir flokkar mynda
eina sveit og 4 sveitir (eða færri) mynda eina deild.
Stjórn félagsins skipuðu svo sveitarforingjarnir ásaml
deildarforingja, sem um leið var oddainaður stjórnar-
innar. Deildarfóringi var kosinn Sig Ágústsson. Jafn-
framt lét hann af starfi við 3. sveil og við tók Leifur
Guðmundsson, sem starfað heí'ur vel og lengi i Væringja-
félaginu. Þá hafði Hendrik Ágústsson látið af stjórn
I. sv. og gaf sig eingöngu að starfi Ylfingasveitarinnar.
Við stjórn 1. sv. lók þá Óskar Pétursson. Hann var hu-
inn að vera flokksforingi í mörg ár við þá sveit og ávallt
unnið sér meiri og meiri hylli félag'a sinna.
Þetta sumar fór Alþingishátíðin fram á Þingvöllum.
í samhandi við hátíðina var haldið ahn. ísl. skátamót
við Þingvelli. Um 80 skátar tóku þátt í því. Mótstjóri var
II. C. Sveins. Væringjar unnu, eins og aðrir skátar, mik-
ið að Alþingishátíðinni. Voru það skemmtilegar og við-
burðaríkar stuiulir, sem aldrei munu gleymast. Að lok-
inni Alþingishálíðinni, voru skátunum gefin 15 lílil úti-
leguljöld, í viðurkenningarskyni fyrir vel unnið starf á
Þingvöllum. Um Alþingishátíðina ritar J. O. J. í „Úti“ 3.
árg. 1930.