Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Side 55
ylfingasveit og 1 roversveit, en eftir breytinguna skipt-
ist félagið í 3 deildir og í hverri deild eru 2 skátasveitir,
1 ylfingasveit og 1 roversveit. Stjórn félagsins skipa fé-
lagsforingi, aðst.félagsforingi, ritari, gjaldkeri, deilda og
sveitaforingjar. Fyrsta sljórn félagsins, eftir hinu nýja
skipulagi, var þannig skipuð: Jón O. Jónsson félagsfor-
ingi, Daníel Gislason aðst. félagsforingi, Björgvin Þor-
hjörnsson gjaldkeri, Sigurður Ólafsson ritari, Óskar Pét-
ursson deildarforingi, Björn Jónsson deildarforingi, Bo-
hert Schmidt deildarforingi og auk þess allir sveitarfor-
ingjarnir. Voru það þeir: Frank Michelsen, Þorsteinn
Þorbjörnsson, Halldór Sigurjónsson, Hjalti Guðnason,
Sigurður Ólafsson, Þórður Möller, Guðmundur Jónsson,
Þórliallur Þorláksson og Hjörtur Ó. Theódórs.
Félagið hélt hátiðlegt 23 ára afmæli sitt, á sumardag-
inn fyrsta, með samsæti i Oddfellowhöllinni, en fyr um
daginn höfðu skátarnir gengið fylktu liði um hæinn og
lilýtt á skátaguðsþjónustu í Dómkirkjunni. Áður en
skrúðgangan hófst var Óskar Pétursson sæmdur svastiku.
í samsætinu um kvöldið voru útnefndir margir flokks-
foringjar og auk ])ess allir sveila- og deildarforingjarnir.
Á Hvítasunnunni fóru 1. og 3. deild í útilegu að Kaldár-
seli og gengu þaðan til Krýsuvíkur, en 2. deild fór í Þrasta-
skóg. Konungur og drotning komu til íslands, og að-
stoðuðu skátar við móttökurnar. 20. júni hófst lands-
mót á Þingvöllum og tóku 49 Væringjar þált í þvi. í á-
gústmánuði var haldið foreldramót í Væringjaskálanum
og tóksl það ágætlega. í septemher var næturkeppni inn-
an félagsins. I keppninni tóku þátt 4 flokkar, 1 frá 1.
deild, 2 frá 2. deild og 1 frá 3. deild. Voru gefin stig fyrir
úthúnað flokka og einstaklinga, ratvisi eftir áltavita,
hjálp í viðlögum, hraðtjöldun og fleira, sem skátar ciga
að kunna. Verðlaunin, sem voru flaggveifa og silfurhik-
ar, voru gefin af roversveit 1. deildar, og hlaut annar
flolckur úr 2. deild þau. Seinna í þessum mánuði aðstoð-
uðu skátar við kveöju athöfn vfir likum skipverjanna