Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Síða 66
Lands-
mótið
1938.
1 tilefni af 25 ára afmæli Væringjafélagsins ákvafi
stjórnin að sækja um leyfi B.Í.S., til þess að halda Lands-
mót (National Jamboree) og að fengnu leyfi B.Í.S., var
|>egar hafinn undirbúningur. Var þegar kosin 5 manna
nefnd, er skyldi undirbúa og skipuleggja starl' hinna
ýmsu starfsmanna, er seinna skvldu framkvæma verk-
ið. Eitt af því fyrsta, er nefndin tók til meðferðar var
að ákveða mótsstaðinn og voru Leirurnar á Þingvöllum
kjörnar sem tjaldslaður, ennfremur var ákveðið að mót-
ið skyldi standa í 6 daga, og að því loknu skyldi farið
i 2 daga ferðalag, t. d. að Hvítárvatni, Kerlingarfjöllum,
skoðaður Gullfoss og Geysir o. fl. Ákveðið var að bjóða
skátum frá eftirtöldum löndum: Englandi, Danmörku,
Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, 'Hollandi, Belgiu, Færeyj-
um, og yfirleilt öllum löndum í Evrópu, sem skátar
störfuðu í. Ennfremur skrifaði nefndin þessum félög-
um: Anglia, Normandslaget, Dansk-Islandsk Samfund,
Alliance Francaise og fór þess á leit, að þau styrktu
1 skata hvert frá sínu landi; hafa þau brugðizt vel við
tilmælum okkar og hafa öll ákveðið að kosta 1 skáta.
Eftirtaldir menn hafa verið skipaðir sem fastir starfs-
inenn við mótið. Gunnsteinn Jóhannsson og Pélur Sig-
urðsson sjá um verklegar framkvæmdir, svo sem að
safna eldivið og búa til madressur (fyrir erlendu skát-
ana). Þorsteinn Þorbjörnsson og Björn Stefánsson sem
brvtar. Sveinbjörn Þorbjörnsson sem verzlunarstjóri,