Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Page 73
Ylfingastarfsemin
innan
Væringjafélagsins.
Grein sú, er hér fer á eftir, er skrifuð af Ylfingjafor-
ingja, er einna lengsl starfaði meðal ylfinganna i Vær-
ingjafélaginu. Greinin gefur gott yfirlit yfir starfsháttu
ylfinganna á fyrstu árum þessarar starfsgreinar.
Ylfingadeild Væringja, sem mun vera fyrsta ylfinga-
deild á landinu, var stofnuð í janúarmánuði 1925 af Ár-
sæli heitnum Gunnarssyni. Meðal stofnenda voru Birgir
Kjaran, Agnar Koefoed-IIansen, Gunsteinn Jóhannsson,
Guðmundur Jóhannsson, Jón Björnsson og Björn Stef-
ánsson.
Markmiðið var að drengirnir yrðu 25, sem reyndist auð-
velt, því margir vildu verða með. Fáni Ylfingadeildarinn-
ar var vigður á fyrsta sumardag sama ár. Það kom fljótt
í ljós að erfitt reyndist fyrir Ársæl, að vera einn foringi
fyrir svo stórum hóp. Leitaði hann þá aðstoðar, og varð
ég var valinn ásamt systur hans, Unni Gunnarsdóttur.
Ég hafði séð danska ylfingabók hjá Ársæli, og við það
vaknaði áhugi lil þess að starfa fyrir ylfingana. Ég varð
því mjög feginn, þegar Ársæll hað um aðstoð mína. Ylf-
ingunum var skipt í tvo hópa, og var mjög ánægjulegt
að starfa með þeim, en starfað var meira af áhuga en
þpkkingu. Við höfðum aðeins eina danska Ylfingabók til
þess að starfa eftir, og urðum að þýða öll próf og reglur
úr þeirri bók. Ylfingarnir mættu vel á fundum, og stund-
vísir voru þeir. Stærsta axarskaftið sem við gerðum, var
að haga starfinu um of eftir starfsemi skátanna, samt