Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Qupperneq 80
78
staðar hinar beztu viðtökur. Heim að tjöldunum kom-
um við kl. 8.
1. áí»úst. Nú er heiðskírt veður og mjög hlýtt. Kom-
inn laugardagur — okkur finnst vikan hafa verið fljót
að líða.
Þennan dag átti að l'ara fram keppni milli sveita og
félaga. Átti að keppa í hlaupum, reipkasti, samtali með
flöggum o. fl. Verðlaunin voru þau, að sú sveit, sem
hæri sigur úr býtum, ælti að fá silfurskjöld til að bera
á fánastöng sinni. Mótið fór fram á túninu í Alviðru.
Við varðeldinn um kvöldið, síðasta varðeldinn, voru
úrslitin tilkynnt. Voru þá hjá okkur gestir úr Reykjavik.
llrslit urðu þau, að 1. og 2. sveil Væringja urðu jafnar.
Hlutkesti var varpað, og lilaut 2. sveit skjöldinn. Þetta
kvöld var setið nokkuð lengur við bálið en vant var.
A sunnudagsmorgun var byrjað að taka niður tjöld-
in og húa farangurinn til flutnings. Siðan var lagt af
stað lieim.
Nokkru eftir mótið barst Sigurði Ágústssyni, sem
stjórnaði mótinu, hréf frá Baden Fowell alheimsskáta-
foringja, þar sem hann þakkar fyrir skeylið og óskar
íslenzkum skátum alls hins hezta í framtiðinni.
Vatnaskógur 1920.
Frá 2(5. júli til 2. ágúst efndi 2. Væringjasveit til viku
útilegu í Vatnaskógi, ásamt ea. 11 skátuin frá Hafnar-
firði, en þátttakendur frá 11. sveit voru 17 eða 18 skát-
ar. Þetta var mjög skemmtileg útilega, enda þótt veðr-
ið væri nokkuð óhagstætt, þvi það var lemjandi rign-
ing mestalla vikuna. Tíminn var samt notaður vel. Fóru
í) stærstu skátarnir gangandi yfir Dragliáls og niður
að Hesti í Borgarfirði. Á Hesti bjó þá séra Eiríkur Al-
hertsson, sem tók afar vel á móti skátunum. Skátárnir
voru allir eins rennandi blautir og þeir mest gátu ver-
ið. Vakti fólkið um nóttina við að þurrka föt þeirra.
Þar fengu skátarnir lánaða hesta til haka daginn eftir.