Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Side 81
79
.lóii Oddgeir stjórnaði ferðinni. Meðal skátanna í Vatna-
skógi dvaldi séra Friðrik Friðriksson, stofnandi Vær-
ingja. Hann átti sinn drjúga þátt í ]iví, að gera þeini
dvölina eftirminnilega, fróðlega og skemmtilega. Þegar
mest rigndi og allir vorn inni í stóra samkomutjaldinu,
þá liafði hann alltaf nóg að segja þeim, og livað mikið
sem rigndi, þá héldust allir í sólskinsskapi.
Laugardaginn 31. júlí var haldinn ýmiskonar keppni
í hlaupum, stökkum, flaggastafrofi og leikjum. Enn-
fremur varðeldar kyntir á kvöldin, þegar þvi varð við-
komið vegna veðurs.
Þrastaskógur 1926.
Um sama leyti og 2. sveit og Hafnarfjarðarskátar
voru í Vatnaskógi, efndi 1. Væringjasveit lil viku úti-
legu í Þrastaskógi. Ekki rigndi þar minna. Varð svo
blautur hjá þeim tjaldstaðurinn og útbúnaðurinn, að
þeir fluttu sig heim i hlöðuna i Alviðru. Þátttakendur
voru um 20 skátar. Þeirri ferð stjórnaði Henrik Ágústs-
son sveitarforingi. Þeir notuðu einnig tímann svo sem
hægt var, til leikja og að ferðast um nágrennið, þegar
rofaði til i veðri.
Landsmótið í Laugardal 1928.
Þann 24. júní liófst landsmót íslenzkra skáta í Laug-
ardalnum. Mótið var haldið að tilhlulun Væringjafé-
lagsins, í minningu um 15 ára afmæli þess undir vernd
B.Í.S. Þátttakendur voru 35 skátar frá Væringjum í
Reykjavík, Örnum í Reykjavik og Skátafélagi Hafnar-
fjarðar. Einnig voru á mótinu 2 danskir skátar. Mót-
sljóri var Jón Oddgeir Jónsson. Veður var yfirleitt gotl
og dagarnir vel notaðir frá morgni til kvölds. Farið í
leiki, gengið um nágrennið, synt i vatninu og setið við
varðeldinn á kvöldin. Ferðast var út frá mótinu upp
á Skjaldbreið og á Hlöðufell og að Gullfossi og Geysi.
Einnig fór hópur af eldri skátum upp að Hyítárvatni