Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 88
86
í Vaglaskóy og að Goðafossi, Svarfaðardal og Dalvík.
í fararstjórn Reykjavikurskáta voru jjeir Þórarinn
Björnsson frá örnum og Daníel Gíslason og Björn Jóns-
son frá Yæringjum. Landsmót j)elta var sérstakt í sinni
röð, ])ar sem j)að var fyrsta landsmót íslcnzkra skáta,
seni var farandmót, en ekki legið í fastatjöldum. Fyrir
þátttakehdurna af Suðurlandi var mót þetta sérstaklega
minnisstætt, ])ar sem veður og allar aðstæður léku i
lyndi, og sízt munu hinar alúðlegu móttökur á Akur-
eyri og Sauðárkróki líða Jjei.m úr ininni.
Skútumöl ú Mngvöllum 1936.
Sumarið 1936 í enduðum júnímánuði, efndi stjórn
B. í. S. til landsmóts á Þingvöllum. í stjórn ])essa móts
útnefndi stjórn B. í. S. þessa skátaforingja: Sigurð
Ágústsson (Væringjum), mótsstjóra, Guðmund Ófeigs-
son (Örnum) og Daníei .Gíslason (Væringjum), með-
stjórnendur. (Guðmundur Ófeigsson gal ekki sótt mót-
ið vegna forfalla). Bryti var Þorsteinn Þorbjörnsson.
Þátttakendur voru um 75 skátar frá þessum félögum:
Væringjum, Akranesi, Drengjum, Akureyri, Val, Borgar-
nesi, Örnum, Reykjavík, og Væringjum, Reykjavík.
Mótið fór vel fram í alla staði. Veður var hið bezta,
og nutu skátarnir útiyerunnar í ríkum mæli. Á móti
þessu var farið í ferðalag, sem stóð yfir í 24 klst. í
þvi ferðalagi átti hver flokkur að sjá fyrir sér sjálf-
ur um nætursakir úti, elda og þess háttar. Jafnframt
var keppni milli flokkanna um að finna hulinn fjár-
sjóð. Ennfremur var samkeppni i góðri umgengni í
tjöldum. Þá keppni unnu skátar frá Akranesi.
Göjnjuför unx Langjökul.
Þ. 16. júlí 1936 fóru 4 röskir skálar úr Væringjafé-
laginii af stað í leiðangur um Langjökul. Fóru þeir
í bíl upp á Kaldadal og tjölduðu þar fyrstu nóttina.
Daginn eftir gengu þeir vfir Þórisjökul og i Þórisdal.