Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Page 92
90
Glimuflokkuv
skáta i Ung-
verjalandi
heppni, enda kannast þeir íslenzkir skátar, er fóru lil
Ungverjalands 1933, við liinn framúrskarandi dugnað
og skipulag lijá ungversku skátunum. Þess má gela, að
Væringjafélagið kostaði nokkru peningalega til þess-
arar farar.
Jamboree 1929.
Hin fyrsta stóra skálaför lil útlanda var Jamboree-
ferðin 1929. Alls tóku 32 íslenzkir skátar þátt i þeirri
ferð, og þar af voru 23 Væringjar. Fararstjórn ferð-
arinnar var skipuð þrem Væringjum, þeim Sigurði
Agústssyni, Jóni Oddgeir Jónssyni og Leifi Guðmunds-
svni. Undirhúningur undir þessa för liafði mjög mikla
þýðingu fyrir þær Jamboree-ferðir er seinna voru farn-
ar, því að fyrirkomulag i þessari ferð reyndist svo vel.
að skipulagið heíir verið notað nær óhreylt i þeim tveim
ferðum, er seinna voru farnar. Farið var héðan frá
Reykjavík lil Leith i Skotlandi, þaðan lil Birkenhead
í Englandi, þar sem mótið fór fram. Mótið stóð yfir
i hálfan mánuð og lor fram í svonefndum Arrowe Park.
Islenzku skátarnir sýndu meðal annars glímu, sem vakti
mikla athygli á móti þessu, eins og reyndar ávall
síðar á erlendum skátamótum, er þátttaka hefir verið
héðan frá íslandi.
Eftir að mótinu var slitið, fór flokkurinn til borgar-
innar Luton í Bedfordshire, þar sem skátarnir dvöldu