Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Qupperneq 48

Eimreiðin - 01.04.1927, Qupperneq 48
144 ÚR FERÐABÓK HOOKERS EIMREIÐIN þetta eru ísaldarmenjar. — Stundu eftir hádegi þenna daS lagði Hooker af stað inn í laugar, en viltist í mýrunum og rigningunni og varð að hverfa aftur við svo búið. Daginn eftir, 23. júní, var aftur regn. Hooker fór þann morgun í heimsókn til Geirs biskups og Jörundur með hon- um. Þar var gott bókasafn, »miklu betra en ég átti von a að sjá á íslandi«, á að gizka 500—600 bindi, meðal annars voru þar ýmsar hollenzkar útgáfur latneskra og grískra höf- unda, heilt en ólitmyndað eintak af Flora Danica og Guð- brandarbiflía. Þar segist Hooker og hafa séð mjög fallegt íslenzt handrit, sem var skrifað 1525, og var efnið vörn fyrir kristinni trú, en hætt er við að þetta sé eitthvað málunj blandað. Þegar prestar eru á ferð í Reykjavík, eru þeir til húsa hjá biskupi, og hrökkva þeir 1500 rd., sem danska stjórnin lætur hann hafa í árslaun, því illa til1)- Biskupi er lýst svo, að hann sé þrekvaxinn maður og fríður sýnum og gangi svartklæddur með hálfstígvél á fótum; hann hafi aðeins fimm um fertugt, en sé þó nálega hvítur fyrir hærum.2) Kona hans klæðist á íslenzka vísu, og er fatnaður hennar mjög íburðarmikill og fagur. »Bókastofa biskups er nálega sífull af gestum, því að hún er helsta athvarf þeirra, sem fýsir að fræðast og hvergi eiga kost góðra bóka utan hennar; þar fann ég oftsinnis, auk annarra mentamanna, Magnus Finnusen, sem bæði er ágætur fræðimaður og gott skáld«. Hér eru höfð hausavíxl á nafninu, og er auðsjáanlega átt við Finn Magnússon, síðar prófessor. Finnur gaf Hooker margar js- lenzkar bækur, meðal annars eina sem nefndist Georgica Is- lands, og hafði hann sjálfur snúið henni á dönsku;3) en það sagði Magnús Stephensen Hooker síðar, að eigi væri öll þau sveitastörf, sem kvæðið lýsir, samræmanleg íslenzkri náttúru. Finnur kunni ekki orð í ensku, þegar Hooker kom, en tvein* mánuðum síðar, þegar enska herskipið Talbot var á ferðinn>> var hann tekinn að yrkja á ensku og fékk einum herforingi3 á skipinu þau ljóðmæli sín til leiðréttingar. Þá kvað hann og langt lofkvæði á íslenzku til skipherrans, Alexanders jones (þess sem hirti Jörund), og var latnesk þýðing með; prentar Hooker þýðinguna, en ekki frumkvæðið, aftan við ferðasögu sína- Næsta dag, 24. júní, fór Hooker og fleiri Englendingar út 1) I inngangi bókarinnar (útg. 1811, bls. XXXIII) eru árslaun biskups talin 1248 rd. og viðbót við þau 600 rd. , 2) Geir biskup var fæddur 27. okt. 1761, og gerir Hooker hann Þvl Iítið eitt of ungan. , 3) Hér er átt við Búnaðarbálk Eggerts Ólafssonar (Hrappseyjarútga1' una); dönsk þýðing Finns á honum hafði komið út 1803.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.