Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Page 105

Eimreiðin - 01.04.1927, Page 105
eimreiðin RITSJÁ 201 á Ieiksviði (nema „ beinagrindin" í síðasta þætti), en að vísu eru þar ekki könnuð nein úthöf eða hyldýpi sálarinnar, því að tilraunin að gera grein fyrir sinnaskiftum príorsins, hvernig hann verður sá djöfull, sem hann er, mistekst algerlega. Okkur er sagt, að klaustrið hafi spilt honum, en við sjáum ekki þróunarferil hans. Ótfar er fremur lítil persóna frá höfundarins hendi, en Haukur er röskur maður, og stúlkurnar, Borg- hildur og Sigrún eru hálfgerðir skuggar. Vfirleitt liggur styrkur leikrits- ins ekki í skapgerðarlýsingunum, heldur í ádeilunni. Leikritið er sem sé eldheit ádeila á klausturlifnað yfirleitf; höf. finst hann óeðlilegur og skaðlegur. Að vísu sér höf., að í klaustrunum hafa verið unnin þarfaverk bókmentunum og andlegri menningu yfirleitt (sbr. lesandi munkinn og skrifandi munkinn), en hitt yfirgnæfir þó í augum hans, spillingin, valdafíknin, meinlæting líkamans (hana hatar höfundurinn), — sálarmorðin. Hefur þetta alt sjálfsagt við nokkur rök að síyðjast, en er þó einhliða, eins og allar ádeilur. Þráin til að krossfesta holdið og hefja sig þann veg til æðra lífs er sumum mönnum svo að segja ásköpuð eða mjög rík í eðli þeirra, og að vísu má telja hana óeðlilega og sjúk- lega, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að þessi þrá er til. Aðalgall- arnir á kristnu klaustralífi virðast vera tveir, — sá annar, að gefa misjöfn- um mönnum vald yfir sál sinni, og hinn sá, að heitið skuli vera æfilangt og órjúfandi. Þar hefur Búddhatrúnni tekisf betur, að því er ég hef fyrir satt. Þar kvað munkarnir jafnan vera frjálsir að því að hverfa aftur til venjulegs lífs, en það kvað varla koma fyrir, því að frelsið er fraustasti fjöturinn. Og hjá Búddhatrúarmönnum heyrist mikið um það frelsi og þann létti, sem það veldur, að hafna öllu af frjálsum vilja — sleppa fastatökum þeim á svokölluðum gæðum lífsins, sem flestum eru eiginleg. Og þessi gleði, sem er sameiginleg öllum æðri trúarbrögðum, hlýtur að byggjast á einhverjum veruleika. — Það er vottur um vaxandi áhrif kaþólskrar kirkju hér á Iandi, að á skömmum tíma skuli hafa komið út jafnmargar bækur, sem snerta ka- þólska kirkju, og raun er á orðin — Heilög kirkja, Vefarinn frá Kasmír, Munkarnir á MöðruvöIIum, svo að ég nefni þær helzfu. En umræður eru alt af góðar og geta varpað ljósi á ýms atriði, sem nauðsynlegt er að glöggva sig á til að geta tekið afstöðu gagnvart kaþólskum sið. Jakob Jóh. Smári.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.