Eimreiðin - 01.04.1932, Blaðsíða 98
218
ÞEGAR ÉG VARÐ MYRKFÆLINN
EIMREIÐIN
Sagt hefur verið, að góður og gildur bóndi í RangárþinS*>
sem nú er andaður fyrir nokkrum árum og þá háaldraður.
hafi eitthvert sinn látið í Ijós undrun og óánægju við konu
sína yfir sívaxandi eyðslusemi, því nú sæi hann að nærri þyi
væri búið úr eldspýtnastokknum, sem hann hafði »tekið út ur
búðinni* á lestum, og nú ekki einu sinni komin jól! En vani
var, að einn stokkur entist jafnan árið um kring. — Þessi saS3
átti að sýna framúrskarandi nurlunarhátt þessa bónda, en þeSS
ekki gætt, að alt fram að 1880 voru áreiðanlega mörg bænda-
býli á Suðurlandi, þar sem það þótti hreinasta óhóf að kaup3
meira en einn eldspýtnastokk á ári. Eldspýtur voru að eins
notaðar, ef bráðan bar að um næturtíma í myrkri, svo sem
snögg veikindi, gestakoma o. fl. Annars voru Ijós ávalt kveik
á Iýsislampa við eldhúsglóðina. Við lampann var síðan kveik
á kertum, þar sem þau voru notuð, og fyrst eftir að ohu*
lampar komu, var, a. m. k. á heimili föður míns, kveikt á þe*m
með ljósi af heimagerðu örmjóu kerti (dás), sem til þess var
sérstaklega ætlað. — Almúgafólk, sem reykti tóbak, kveikti 1
pípum sínum annaðhvort við ljós eða taðköggul úr eldhus-
glóðinni eða glóðarkeri. Að vísu reyktu menn þá ekki tóba
við útivinnu, svo sem slátt eða þurhey, eins og nú á sér stað*
Ég vil nú biðja afsökunar á því, að ég hef bæði viljau 1
og óviljandi farið æði langt út fyrir aðalefni sögu þessarai--
sem var að sýna, hversu skaðlegt getur verið og óheppileS
að segja börnum og unglingum ósatt, enda þótt í góðum h
gangi sé gert, og að heldur þarf að sýna þeim og segi3-
hvað beri að gera og varast, gera þeim svo ljósar sem
auðið er orsakir og afleiðingar orða og athafna og leitast v1
að kenna þeim sem fyrst sem réttastan skilning á þeim
um, sem líf þeirra seinna hlýtur að krefjast skýringa á, fVr
eða síðar.