Eimreiðin - 01.04.1932, Blaðsíða 64
184
KOLFINNA
EIMREIÐF^
unni í senn. Kolfinna reyndi að telja honum hughwarf. Hún
sagði honum, að ekkert úthaf væri svo fjarlægt, að sorgir og
minningar fylgdu manni ekki þangað. — Hann vildi fara og
áleit það einu úrlausnina. — Einhverntíma kæmi hann aftur.
Kanske eftir tvö ár — eða mörg ár. Mamma mundi lifa lengi
enn þá, og hann ætlaði alt af að hugsa til hennar og skrifa
henni mörg, löng bréf.
Það var á dimmu nóvember-kvöldi, að hún fylgdi honum
niður á bryggjuna. — Þau föðmuðust. Hvorugt sagði orð.
— Kolfinna horfði á skipið sigla út fjörðinn. — Hún var
orðin ein eftir á bryggjunni. Þá gekk hún heimleiðis.
Hún kveið fyrir að opna hurðina. Það var eins og hún vaeri
myrkfælin við sjálfa sig.
í hálft annað ár fékk hún bréf frá honum við og viö-
Honum leið vel, og hann ætlaði bráðum að koma til hennar.
— Svo leið langur tími. Ekkert bréf. — Á gamlársdag ár$
áður kom fregnin um, að skipið, sem hann var á, hefði farist
suður í höfum.
Kolfinna situr við gluggann og starir út í myrkrið. Árið er
senn á enda, lengsta árið, sem hún hefur lifað. Og hún veit.
að nýja árið getur ekki fært henni neitt — hvorki ilt né g°tt-
Alt í einu heyrir hún mannamál úti fyrir. Hún heyrir kall'
að og sér fólk hlaupa fyrir gluggann.
Eldur! Eldur!
Kolfinnu bregður ekki, samt stendur hún upp, opnar hurð-
ina og gengur út.
Hótelið er að brenna! Eldur! Eldur! Hótelið er að brenna!
hrópar fólkið. Það streymir út úr húsunum og hleypur æðis-
gengið. —
Kolfinna fer inn aftur. Hún hnýtir á sig þríhyrnu, setur
upp sjalið, slekkur ljósið og gengur út. Hún er ekkert að
flýta sér. En hún ætlar samt að fara á eftir hinu fólkinu,
þess að sjá hvort logar vel í kofanum.
Langt að sér hún logana bera við dimman næturhimininn-
Það var vant að vera glatt á hjalla á hótelinu á gamlárskvöld-
Hótelið stóð í björtu báli. Efri hæðin var næstum brunnin,
og logarnir stóðu út um gluggana á þeirri neðri. Mikill hlnti