Eimreiðin - 01.04.1932, Blaðsíða 20
140
ÞJÓÐARBÚSKAPUR OG T0LUR
EIMREIÐIN
Ríkisskuldir, þar með taldar skuldir vegna tekinna
lána handa bönkunum m. m. ....................... 36.5 milj-
Skuldir bankanna ................................... 11.6 ~~
Skuldir bæjarfélaga................................. 5.2 "
Skuldir einkafyrirtækja og einstaklinga........ ... 13j r
Samtals 66.3 milj-
Ættu eftir þessu erlendu skuldirnar að hafa aukist um ca.
25 milj. krónur á árunum 1929 og 1930 og hafa numið ca.
66.3 milj. kr. í árslok 1930. —
Fyrir árið 1931 veit ég ekki til að séu neinar skýrslur-
En þegar þess er gætt, að það ár er það harðasta kreppuar’
sem yfir íslenzka atvinnuvegi hefur dunið, er varla hægt 3
búast við, að skulda-aukningin á því ári hafi verið minm en
meðaltal áranna 1929 og 1930 eða 12.5 milj. kr. í þa aJJ
bendir líka halli bankanna á greiðslujöfnuðinum við útlön
(yfir 10 milj. kr.). Að vísu var verzlunarjöfnuðurinn hagstæður.
innflutningurinn ca. 3 1/2 milj. kr. minni en útflutningurinn, erJ
vegna innflutningshafta, sem sett voru síðari hluta ársins, ma
búast við að birgðir í landinu af innflutningsvörum hafi verið
minni í árslok 1931 en í árslok 1930, og vegur það nokkuð á móh.
Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir, að erlendar skuldir
landsins í heild hafi um síðastliðin áramót verið alt að 80
milj. króna, og kemur það heim við tölu þá, sem Ólafur Thors
alþingismaður nefndi í þingræðu í vetur, enda hef ég
séð henni mótmælt. Um inneignir landsmanna erlendis er
ekki að ræða svo neinu nemi, og vega þær ekki einu smm
á móti því, sem enn er ótalið í ofangreindum skýrslum. Pa
má sem sé búast við, að töluvert af íslenzkum verðbréfum
(jarðræktarbréfum, veðdeildarbréfum, ríkisskuldabréfum o.s.frV-'
sé á erlendum höndum, og ennfremur nokkuð af erlendam
innstæðum á hlaupareikningum bankanna. Aftur á móti hljóf3
landsmenn að eiga nokkra innstæðu í iðgjaldasjóðum erlendra
líftryggingarfélaga, þó auðvitað séu það smámunir samanbori
við þær upphæðir, sem nefndar hafa verið.
Af skuldunum í árslok 1930 voru ca. 14.8 milj. kr. lausa
skuldir skv. upplýsingum Hagstofunnar. Með tilliti til þesS a,
lausaskuldir bankanna (greiðsluhallinn) hafa aukist mjög a
árinu 1931 eins og áður er getið, má búast við að lausa