Eimreiðin - 01.04.1932, Blaðsíða 96
216
ÞEGAR EG VARÐ MYRKFÆLINN
EIMREIÐIN
væri nú gaman að geta gert fleiri svona fallegar* hugsaði ég-
En það var hægara sagt en gert. Ekki gat ég haldið þeinft
með fingrunum í eldinum, töng átti ég enga, og í ljósið mátti
ég ekki fara með þá á kvöldin. Eitt lýsislampa-ljós í tólf álna
langri baðstofu mátti hvorki skemma eða skyggja á. En hvernig
sem það varð, þá hugkvæmdist mér, eftir mikil heilabrot, að
hita skörunginn í eldinum undir pottinum frammi í eldhust
og svíða svo með honum ýmislega lagaða flekki á kögglana’
sem þannig urðu morflekkóttir eftir vild minni. Með sjálfum
mér var ég einstaklega hróðugur út af þessari uppfyndin9u
minni. Erfiðleikar voru nú samt á þessu. Eldakonunni var iHa
við, að ég væri að bora í eldinn. Henni þótti ég skemma log'
ann og var auk þess ekki óhrædd um, að ég kynni að svíða
fleira en kögglana. Engar af þessum ástæðum sagði hún mer
þó, heldur bannaði mér að eins að vera að þessu, sagði eg
mætti það ekki og væri að vepjast fyrir. Ég varð að hlýða,
en þótti þó súrt í broti að verða að hætta að gera kind-
urnar mínar. morflekkóttar, tók því fyrir að stelast í eldhúsið
á daginn, þegar ekki var verið að elda, boraði skörungnutn
í falda glóðina og bjó til flekkina eins og áður. Þetta komst
auðvitað strax upp, og nú var mér harðbannað að gera þetta
og sagt, að ef ég héldi því áfram, þá mætti ég vera viss um,
að taðkarlirm, sem væri í taðstálunum — sem voru tvö, sitt
hvoru megin út úr eldhúsinu — tæki mig, ef ég væri þarna
einn og þar að auki að gera það, sem ég ætti ekki að 5era[
Þessari sögu um taðkarlinn trúði ég ekki, því ég hafði
aldrei orðið minstu vitund var við hann og hélt því upP'
teknum hætti að bora skörungnum í eldinn og lita kögglana’
þegar ég sá mér færi. En svo varð það einu sinni, þegar ég
var að þessum starfa í bezta næði og vissi fyrir víst, að all>r
á bænum voru annaðhvort í baðstofu eða við útiverk, að e9
heyrði ógurlegan skruðning í öðru taðstálinu. Mér brá skelfi'
lega og hef aldrei verið eins sannfærður um neitt eins og
ég varð þá, að þetta væri af völdum taðkarlsins, sem nU
mundi umsvifalaust taka mig og hola mér einhversstaðar niðuí
hjá sér í taðstálinu innan um allar grápöddurnar, margfs^'
urnar, járnsmiðina, dordraunglana og annað álíka viðbjóðsles^
illþýði, sem ég vissi vel að átti heima þarna í taðstálunum-