Eimreiðin - 01.04.1932, Blaðsíða 49
E'MREIÐIN
JOHN MASEFIELD
169
Una koma, þá skilur hver kvæðishluti eftir í huga lesandans
mVnd hinna yndislegu, gullnu blóma. Og fíflarnir varpa eigi
a^eins fegurðarblæ á frásögnina. Þeir eiga hlutverk kórsins í
forngrískum leikritum. í lok hvers þáttar þessa harmleiks fella
^e*r» á óviðjafnanlegan hátt, dóm á sorgir mannanna, á þau
örlög,
sem þeir skapa sér með fávizku sinni og skammsýni.
Eigi kæmi mér það á óvart, þótt bókfróðum lesendum
^lrr>reiðarinnar virtist The Daffodil Fields minna á Gunn-
^au9s sögu ormstungu að efni til. Því er þá heldur ekki að
_Vna, að þangað sótti Masefield uppistöðuna í þessa ljóðsögu
®lna- I formálanum að einni heildarútgáfu kvæða sinna og
e‘krita (The Poems and Plays of John Masefield, New Vork,
1918) getur hann þess, að hann hafi fundið efnið í The
^affodil Fields í neðanmálsgrein í bók Sir G. S. Mackenzies:
Travels in Iceland (Edinburgh, 1812). En neðanmálsgrein sú,
Sem um ræðir, er æði langur útdráttur (bls. 30—32, með
smáu letri) úr Gunnlaugssögu. Eins og framanskráð lýsing á
efni The Daffodil Fields sýnir, þá er þar aðeins að finna
n°kkra höfuðdrætti úr frumsögunni íslenzku: keppinautana
fu°> er unnu sömu konunni og berjast út af henni, og svik
J^fafns við Gunnlaug, er hann sækir honum vatnið. Skáldið
Uefur mjög lagað efnið í hendi sér, aukið við það og fært
tað í nútíðarbúning. Aðalpersónurnar heita alt öðrum nöfnum
en í sögunni; og það sem enn meiru varðar, þær eru alt
°ðruvísi skapi farnar. Mun þó mega segja, að Michael og
^unnlaugur eiga sammerkt í því, að báðum svellur rík æfin-
lýraþrá í brjósti. Mary á það sameiginlegt með Helgu, að
Vfsta ást hennar sloknar eigi; þær eru báðar fastlyndar og
sfórlyndar. Þó eigi sé um nánari líkingu að ræða milli The
zffodil Fields og Gunnlaugssögu, er það engu að síður
^erkilegt, að sjálft lárviðarskáld Englendinga fann þar efni-
vfðinn í eitt höfuðkvæða sinna. Og sæmd er að mega minn-
asf þess, að hann er að eins einn margra merkisskálda, sem
9°tt hefur orðið til fanga í gróðurlindum fornrita vorra.
Masefield hefur skráð mörg leikrit og fjölbreytt að efni.
testir eru á eitt sáttir um það, að Tragedy of Nan sé áhrifa-
■Uest þeirra og að öllu merkast. Að efni er það náskylt ljóð-
s°2unum — djarfmælt lífslýsing.