Eimreiðin - 01.04.1939, Page 17
EIMREIÐIN
Apríl—júní 1939 - XLV. ár, 2. hefti
Baráttan við þokuna.
i.
Allir, sem einhverntíma hafa verið smalar í sveit á íslandi,
kannast við þann ömurleik og þá villu, sem þokunni fylgir.
Eún kemur yfir landið eins og einhver óvættur, felur alt
sjónum, ruglar öll hlutföll og breytir björtum sumardegi i
sótmyrkur. Hún gerir að engu morgunvonir manna um þurk
á fisk og hey og setur leiða og lyndisþunga í erfiðismann-
lnn við orf og ljá. Austfjarðaþokan er í endurminningu okkar,
sem aldir erum upp við firði og fljót þess landshluta, eins og
köhl og nöpur norn. Morguninn var ef til vill heiður og fagur,
lognkyrð yfir öllu. Blámi himins og blik fjalla speglaðist með
ótal blæhrigðum í sléttum firðinum. Sólgeislar brotnuðu í dagg-
Perlum á blómum og stráum. Jörðin sindraði í sólskini morguns-
ins. En svo tekur að kula af hafi. Grár, úfinn þokubakki
hækkar á austurhimni. Hann færist nær, og áður en varir
hefur hann náð yztu töngum og lokað öllu útsýni til hafs.
hannig breytist margur fagur sumarmorgunn í dimman dag.
Lansandi þokuhnoðrar fylla tindaskörð og fjallaflug, en þoku-
óakkinn heldur áfram jafnt og þétt inn fjörðinn, unz hann
Eylur alt í sínum þétta vef. Allir hlutir taka á sig annarlega
niynd. Hólar verða að fjöllum, smásteinar að björgum. Það
fer hrollur um grös og blóm, en fuglarnir hverfa hljóðir heim
i hreiðrin. Martröð þokunnar hefur lagst með heljarfargi á
nlt lifandi i ríki náttúrunnar. Og nú hefst haráttan við þok-
nna. Sú barátta er baráttan við kuldann, myrkrið — og óviss-
nna. Engin barátta er eins erfið.
Saga íslands er sagan um baráttuna við þokuna, — þoku
fátæktar og einangrunar, þoku erlendrar ásælni og innlends
andvaraleysis, þoku eigin skapbresta og skammsýni. En altaf
öðru hvoru hafa komið sólskinsmorgnar, þegar heiðbláminn