Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 24
136
BARÁTTAN VIÐ ÞOKUNA
EIMREIÐIN
að líkjast stóratvinnufyrirtæki, reknu með samkepnissniði. Á
ýmsum sviðum keppir ríkið nú við önnur fyrirtæki í landinu,
en hefur um leið þá þæg'ilegu aðstöðu að mega jafnframt
skattleggja alla aðra einstaklinga og fyrirtæki en sjálft sig.
Þessi meinráða aðstaða getur að sjálfsögðu orðið ærið varhuga-
verð, þó að eklti þurfi svo að vera. Það er kunnugt að ríkið
hefur um skeið vafstrað svo að segja í hverri einustu atvinnu-
grein í landinu. Það kipti strandferðunum frá Eimskipafélagi
Islands og setti í staðinn viðamikla ríkisútgerð á stofn. Það
braskar í búslcap hér og hvar um landið, og það fór meira að
segja að gera út um eitt skeið (sbr. Þórsfisk). Það rekur verzl-
un í stórum stíl. Ekki alls fyrir löngu heyrðist, að ríkið væri
líka komið inn á verksvið bakaranna, ríkisbrauðgerð Islands
væri á uppsiglingu. Ríkisnámurekstur hefur einhver verið til í
landinu. Ríkisklæðagerð, ríkismatsala eða ríkisskógerð er að
vísu enn ekki komið á laggirnar, en ríkisforlag og ríkis-sauð-
nautarækt var til skannns tíma hvorttveggja til. Fjölda annara
ríkisfyrirtækja mætti enn upp telja.
Hér á landi er oft talað um öfgar kommúnismans, eins og
hann er rekinn í Rússlandi nú á dögum. Þó er það samræmi í
rússneska fyrirkomulaginu, sem hér er ekki. I Rússlandi er
öll starfsemi rekin af ríkinu. Hér er þetta tviskift og leiðir til
blóðugrar samkepni áður en varir. Rússar eru hér sjálfum sér
samkvæmari en vér. Það mega þeir þó eiga! Það væri nú nógu
fróðlegt að fá yfirlit um hvernig hinar ýmsu „forretningar“
vors unga íslenzka ríkis gangi, með öllum þeim sérréttindum,
sem þær hafa fram yfir fyrirtæki einstaklinganna, þó að hér
sé elcki rúm til að fara út í þá sálma. En mest af því, sem hér
er sagt um ríkið, á einnig í ýmsum atriðum við um hæjar-
og sveitarfélögin svo sem höfuðstaðinn. Fyrirkomulagið smit-
ar eðlilega frá sér.
Niðurstaðan af þessum hugleiðingum verður sú, að vér sé-
um þegar komnir alt of langt á leið ríkisauðvaldsins og að
hér verði að snúa við. Það er ef til vill ekki nema eðlilegt, að
smáþjóð, sem hefur verið háð annari um nál. sjö aldir og á
svo alt í einu að fara að ráða öllum sínum málum, ein og óstudd,
stigi ýms víxlspor fyrst framan af, einkum þegar svo að segja
alt er óframkvæmt, þegar hún fær sjálfsforræðið, af því sem