Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 29
EIMREIÐIN
baráttan við þokuna
141
kosningarnar 1937, þegar líkur voru fyrir þvi, að miklu fjöl-
mennari hluti verkalýðsins inundi geta staðið að henni en í vor?
Svarið virðist hljóta að verða eitthvað á þá leið, að þá hafi
hinir gömlu sjórnarflokkar haft enn von um að geta einir
raðið fram úr erfiðleikunum án stuðnings annara flokka, og
það hafi riðið baggamuninn. Hinsvegar virðist sú von hafa
verið brostin með öllu á þinginu í vetur, eins og meðal annars
hom fram í ræðu forsætisráðherra, þeirri er hann flutti undir
uniræðunum uni myndun hinnar nýju stjórnar. Og hið ólík-
lega skeður, að tæpum tveim árum eftir að rætt hefur verið
um möguleikana fyrir þjóðstórn á íslandi er samsteypustjörn
mynduð í þinginu, að vísu ekki án erfiðra fæðingarhríða, en
an undangenginna kosninga, og hún nefnd þjóðstjórn, þó að
ekki verði reyndar með öruggri vissu sagt um, hvort hún beri
það naln með réttu.
hað er altaf ánægjulegt að sjá hugsjónir rætast, og vissu-
lega munu margir fagna því, ef samhugur og samstarf eykst í
hindinu, en flokkadrættir þverra. Fimm manna ríkisstjórn,
Sem alment gengur undir nafninu þjóðstjórn, hefur nú starfað
um rúmlega mánaðar skeið. Hún hefur tekið við ríkinu, at-
vihnuvegum landsins og fjárhag öllum á fremstu nöf. Viðskifta-
hfið út á við var um það hil að stöðvast, atvinnuvegirnir, og
há einkum sjávarútvegurinn, risu ekki undir framleiðslukostn-
nðininn, skattar og tollar orðnir þyngri á landsfólkinu en ann-
msstáðar á Norðurlöndum og þótt víðar sé leitað, að því er ný-
lega er viðurkent. A öllu þessu og fleiru þurfti og þarf að
raða einhverja bót. Það eru þvi miklar vonir sem tengdar eru
hinni nýju stjórn. Er óskandi að þjóðstjórnin, sem svo æski-
legt var að komist hefði á fót sumarið 1937, sé nú ekki of seint
fi'am komin og að hún eigi nú þann kjósendafjölda á bak við
sig> sem þjóðstjórn liefði átt fvrir tveim árum. En um það er
ariðvitað ekkert hægt að segja með vissu fyr en að afstöðnum
aýjum kosningum.
í sjálfu sér er það enginn hagur fyrir þjóðina að fá fimm
manna stjórn við stýrið, í stað þriggja, og þar með fylgjandi
aukið starfsmannahald. Vér höfum séð hvernig ríkisauðmagnið
°g starfsmannahald hins opinbera er vaxið hinu litla þjóðfé-
la§i yfir höfuð. Auðvitað stendur og fellur hin nýja stjórn á