Eimreiðin - 01.04.1939, Síða 33
eimbeiðin
Mesti ritdómari Norðurlanda.
Eftir Bjarna M. Gíslason.
I.
Þeir eru ugglaust fáir með-
al íslenzkrar alþýðu, sem
þekkja skáldið og ritdómar-
ann Jörgen Bukdahl. Þó mun
hann kunnur allmörgum, er
lesa erlend blöð, því að af og
til hafa birzt eftir hann neð-
anmálsgreinir í „Politiken“
um íslenzkar bókmentir og
íslenzk skáld, einkum um þá
Kristmann Guðmundsson og
Halldór Laxness, sem hann
metur mikils og væntir meira
af en flestum öðrum rithöf-
undum á Norðurlöndum.
Jörgen Bukdahl er fæddur
1896 í Sundby á Falstri í Dan-
wörku. Faðir hans, P. K. Pedersen, var yfirkennari við barna-
skólann þar. Móðir hans hét Maria, merkileg gáfukona, sem
niikið hefur verið ritað um. Seinna fluttist heimili Bukdahls
til Askov-lýðháskóla á Jótlandi. Þaðan kom hann í skóla i
Rípum, sem var höfuðsetur hinnar þektu drotningar Dagmar,
sem ort er um í þjóðvísunum. Eftir námið tók hann sér á
hendur ferð um Norveg. Þar kyntist hann Magnhildi Övinds-
dóttur frá Stavangri, sem nú er kona hans. Hjónin búa í Askov
á Jótlandi, í litlu húsi, sem heitir „Bjargið“. Þaðan er útsýni
«1 Rípa, Bukdahls kæru æskuborgar, sem altaf hefur verið
miðdepillinn i hans andlega sjóndeildarhring.
Síðan á dögum Georgs Brandesar hefur ekki lifað neinn rit-
dómari á Norðurlöndum, sem kemst til jafns við Bukdahl.
10