Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1939, Side 34

Eimreiðin - 01.04.1939, Side 34
146 MESTI RITDÓMARI NORÐURLANDA EIMREIÐIN Hann tekur öllum fram, sem nú á dögum gagnrýna og skrifa um ritstörf. Andagift hans og lærdómur er æfintýri líkast. Á mörgum sviðum er hann Brandes fremri. Þótt því verði aldrei neitað, að penni Brandesar væri glæsilegt gullbúið sverð, þá gætir þess þó víða í ritum hans, að maðurinn, sem beitti því sverði, var hálfrótlaus í andlegum skilningi. Brandes líktist huguðum vikingi, sem fer um höfin og herjar strendurnar án þess þó að vita hvar hann vill nema land. Hann var, eins og Odysseifur, altaf á ferð og flugi frá eyju til eyjar, sem allar reyndust sjónhverfing ein, unz hann sá fjöll íþöku rísa úr hafi. Brandes liktist þó ekki Odysseifi í þeim skilningi, að hann fyndi nokkra íþöku. Það hefur Bukdahl aftur á móti gert. Danmörk er hans Iþaka, hans innra fastlendi, jarðvegur- inn, sem gefur honum næringu og fótfestu. Þess vegna eru rit- dómar og ritstörf Bukdahls ekki aðeins bygð á lærdómi, held- ur einnig á grundvelli ákveðinnar lífsstefnu. Verk hans eru eins og meitlaðir steinar í einni og sömu byggingu — byggingu þjóðlífsstefnunnar, sem rís um alt hans starf, eins og óbifan- legt musteri. Þektustu verk Jörgens Bukdahls eru gagnrýnt yfirlit um helztu bókmentir Norðurlanda á síðustu hálfri öld. Hann setur sér það takmark að skrifa tvær stórar bækur um hvert land, Norveg, Danmörku og Svíþjóð. Og í þeim vill hann gagnrýna skáldin út frá þjóðlegu sjónarmiði. Með þjóðerni á Bukdahl ekki við þjóðarrembing, sem hrópar á blóð annara. Hann hugs- ar sér þjóðernið sem innri blóðrás, sérstök Ivndiseinkenni, sem koma fram á öllum tímum og hjá öllum þjóðum. Aðalbækurnar hafa allar orðið „þjóðkenni“ að yfirskrift. Hann leggur sér- staka áherzlu á þetta, af því að hann álítur, að vorir tímar meti ekki til fulls verðmæti þjóðareigindanna. Og slikt hefnir sín sjálft. Hin heilbrigða þjóðartilfinning breytist í þjóðarskrum eða gleymist á hinn bóginn algerlega, svo að alt starf fyrir al- þjóðahyggju og bróðerni verður sálarlaust skrum. Af þeim bókum, sem Bukdahl ásetti sér að skrifa, hefur hann nú lokið við fjórar, tvær um Norveg og tvær um Danmörku. Bækurnar um Norveg heita „Norsk Nationalkunst“ (Norsk þjóðarlist) og „Det skjulte Norge“ (Hinn leyndi Norvegur). Þær komu út árið 1924 og 1926. Með þessum bókum fékk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.